Leita í fréttum mbl.is

Hin stórbrotnu afrek Fiskistofu og eigenda hennar.

Það er aldeilis uppi typpið á Þórði Fiskistofustjóra þessa stundina. Nú á að sýna landslýð að þar fer ábyrg, óhlutdræg og öflug stofnun þar sem Fiskistofa er. Það ber að óska Þórði Fiskistofu innilega til hamingju með, að hafa fundið sökudólg til að réttlæta einkennilega starfsemi stofnunarinnar sem karlinn er látinn stjórna. Og glæpurinn, víst er hann mikill og ófyrirgefanlegur. Heil sexhundruð kílógrömm af þorski voru viktuð sem hlýri. Ekki var lakara að með í ódæðinu var hafnarvigarmaður, en svo skemmtilega vill til að Hafnarsamband íslenskra sveitarfélaga er alveg rétt nýbúið að senda frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur, að hafnarvigarmenn hafi aldrei og muni aldrei taka þátt í kvótasvindli. Og fiskistofustjóri veður elginn í viðtali við mbl.is: "Þetta var fiskur sem fór í útflutning. Við berum alltaf saman sölutölur erlendis frá og þegar tölurnar komu var enginn hlýri skráður í þeim, enda ekki hægt að plata svona á mörkuðunum því við erum með eftirlitsmenn þar sem telja upp úr gámunum," segir hann sigri hrósandi og heldur eflaust að heimskur lýðurinn trúi kræsingunum sem hann ber á borð og líti þannig á og trúi að eftirlitsmenn Fiskistofu skoði til botns í hverju einasta fiskikari sem sem er með gámum til kaupenda í útlöndum.

En því miður er hinn hversdagslegi sannleikur um starfsemi Fiskistofu heldur betur á annann veg en að þar fari stofnun sem taki á öllum vandamálum tengdum kvótasvindli og brottkasti. Fiskistofa er nenfnilega apparat sem þjónar því hlutverki að hvítþvo stórútgerðina í landinu af kvótasvindli og brottkasti. Hinsvegar eiga Þórður Fiskistofu og starfsmenn hans það til, fyrir hönd eigenda sinna, að hjóla í trillukarla og aðra smærri einyrkja og kæra þá fyrir svindl. Eða hefur einhver heyrt um að Fiskistofa hafi kært stórfyrirtæki um brot á framkvæmd fiskveiðistjórnunarlaga?  


mbl.is Skráðu þorsk sem hlýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Ég er sammála þér Jóhannes, ég var háseti á togara frá Eyjum í tvö ár og sigldum við alltaf til Þýskalands með aflann og sá ég ýmislegt misjafn þar úti og sá ég hvernig afla var stungið undan vigt.

Helgi Þór Gunnarsson, 14.8.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband