Leita í fréttum mbl.is

Gleyptu ratsjárstöð með hófum og hala.

Það fór svo sem eins og vænta mátti, að Ingibjörg Sórún og Geir Haarde gleyptu ratsjárstöðina, í boði Georgs Bush, með hófum og hala og liggja nú eins og makráðir fresskettir á meltunni. Það er auðvitað óstjórnlega gaman, að sjá frú Ingibjörgu Sólrúnu í hlutverki yfirboðara í hernámi hugarfarsins, einkum í ljósi þess, að í eina tíð þjónaði það athyglissýkishagsmunum frú Ingibjargar að vera hernaðarandstæðingur. En nú er þessi geðuga hnáta loks komin á rétta íhaldshillu í lífinu, því þrátt fyrir allt hefur hún alltaf verið trú íhaldsuppruna sínum, þó svo hún hafi stund og stund brugðið sér í hin og þessi gerfi fyrir gerfi-vinstrimennina, sem skálduðu Samfylkinguna saman fyrir nokkrum árum og reyndu þar til í vor, að telja fólki trú um að hún væri vinstriflokkur.
mbl.is Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Tek undir hver orð hér...

Hallgrímur Guðmundsson, 14.8.2007 kl. 23:01

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nákvæmlega þetta sem þú segir sem er í gangi hjá Ingibjörgu Sólrúnu, sorglegt að fleiri skuli ekki sjá það.

Jóhann Elíasson, 15.8.2007 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband