Leita í fréttum mbl.is

Hinir úrkynjuðu forustusauðir Starfsgreinasambandsins.

Það eru heldur betur vond tíðindi fyrir almenna félaga Starfsgreinasambandsins, þ.e. verkafólkið í landinu, að Kristján Gunnarsson muni gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku í Starfsgreinasambandinu. Fyrirfram er vitað að Kristján þessi nýtur stuðnings bræðrabandsins sem starfrækir svo kallað Flóabandalag sem og hinnar hægri sinnuðu og litlausu krataelítu, sem hreiðrað hefur um sig í verkalýðshreyfingunni. Eins og þeir sem eitthvað þekkja til innan samtaka verkafólks, þá hefur núverandi formaður SGS, Kristján Gunnarsson unnið sér það helst til frægðar, að hafa verið í fylkingarbrjósti þeirra ólánssmanna sem staðið hafa að einbeittri klofningingsiðju innan SGS. Það eru til dæmis varla liðnir nema nokkrir dagar síðan þessi makalausi formaður lýsti því yfir í fjölmiðlum, að vel væri hugsanlegt að flóabandalagsfélögin segðu sig úr Starfsgreinasambandinu og þá væntanlega með hann sjálfann í fararbroddi. Þessi hroðalega yfirlýsing Kristjáns kemur þó ekki í veg fyrir, að hann gefi kost á sér til áframhaldandi formennsku í landssambandi sem hann vill kljúfa með formlegum hætti!!! Hvað er eiginlega að þessum manni? Kann hann ekki að skammast sín, eða hefur hann ekki vit til þess. Þá gefur Björn Snæbjörnsson Akureyringur kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í SGS, en hann er álíka góður kostur til starfa fyrir verkafólk og Kristján Gunnarsson.

Frá mínum bæjardyrum séð, er það lifandi staðreynd, að samtök verkafólks á Íslandi hafa búið við samfelldt, óviðunandi niðurlægingarskeið síðan Björn Grétar Sveinsson var hrakinn á sóðalegann hátt af stóli formanns Verkamannasambandsins fyrir tilstuðlan manna eins og Kristjáns Gunnarssonar, Björns Snæbjörnssonar og fleiri hottintotta úr úrkynjaðasta hluta Verkamannasambandsins. Í kjölfarið var Verkamannasambandið lagt niður en Starfsgreinasamband Íslands síðan reist á rústum þess.

Ég bara trúi því ekki, að þing SGS, sem haldið verður í október næst komandi, láti það viðgangast að núverandi formaður og varaformaður sambandsins verði endurkjörnir, eins þrifalega og þeir hafa staðið sig fram að þessu. Ég sem óbreyttur félgi í Starfgreinasambandi Íslands krefst þess, að núverandi forustmönnum SGS verði steypt af stóli og endi bundinn á margra ára niðurlægingartímabil samtaka verkafólks. Verkafólk á það einfaldlega ekki skilið, að samtök þess séu niðurlægð ár eftir ár eins og raun ber vitni.     


mbl.is Kristján gefur kost á sér áfram sem formaður Starfsgreinasambandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband