Leita í fréttum mbl.is

Fundaði framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins í Kaupmannahöfn?

Og fyrst ég er farinn að skrifa um málefni samtaka verkafólks á Íslandi, er ekki úr vegi að minnast á orðróm sem er í gangi innan verkalýðshreyfingarinnar. En heimildir innan úr hreyfingunni segja, að  fyrir ekki all löngu síðan hafi framkvæmdastjórn Starfsgreinafélags Íslands gert sér hægt um vik og haldið framkvæmdastjórnarfund úti í Kaupmannahöfn og fylgir sögunni, að mökum framkvæmdastjórnarmanna hafi verið boðið með til Hafnar.

Nú veit ég ekki hvort umræddur fundur í Kaupmannahöfn var haldinn í raun og veru, eða hvort hér er um uppspuna eða misskilning er að ræða, sem ég vona svo sannarlega að þarna sé á ferðinni.

Hinsvegar óska ég eftir, sem verkamaður og félagi í aðildarfélagi Starfsgreinasambandsins, að einhver í forustusveit sambandsins svari, hér á þessum vettvangi, hvað hæft er í sögusögunum um framkvæmdastjórnarfundinn í Köben.

Ég fór inn á heimasíðu Starfsgreinasambandsins og kannaði málið, en varð ekkert ágengt. Það eina sem ég fann varðandi fundargerðir var eftirfarandi setning: Fundargerðir framkvæmdastjórnar SGS eru ekki birtar almenningi, en formenn aðildarfélaga geta óskað þeirra sérstaklega. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband