Leita í fréttum mbl.is

Karlinn undir klöppunum ...

Arinbjörn hafði um langt skeið þá sérstöðu í samfélaginu, að laumast niður fyrir bakkana í húminu og baula þaðan á eftir börnum sem áttu þar leið um. Fyrir vikið var hann stimplaður úrkynjaður öfuguggi af almenningsálitinu. Þar utan var Arinbjörn mikill hagleiksmaður á tré og járn. Við smíðar henti hann eitt sinn það óhapp, en jafnframt gleði Andskotans, að missa rafdrifna hjólsög oná fætur sér, með þeim afleiðingum að af sniðust allar tær hægri fótar. Í staðinn smíðaði Arinbjörn sér járnklær, sem komu í táa stað, en tálaus gat Aribjörn ekki verið því hann klóraði sér með löppunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góður karl Arinbjörn.

Níels A. Ársælsson., 15.8.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

... og úrræðagóður ...

Jóhannes Ragnarsson, 15.8.2007 kl. 18:58

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Má ég geta?  Ert þú þessi Arinbjörn?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.8.2007 kl. 19:55

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvort ertu að spyrja mig eða Níels sem heldur því fram að Aribjörn sé ,,góður karl?"

Jóhannes Ragnarsson, 15.8.2007 kl. 20:06

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það var akkurat það sem mér fannst svo fyndið. góður karl hann Arinbjörn. Kannski baulaði hann svona fallega.

Þú er ábyggilega góður inn við beinið, það á bara eftir að sverfa mesta kommann af þér.   

Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.8.2007 kl. 20:50

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sem betur fer er ekki með nokkru móti hægt að sverfa snefil af kommanum af mér.

Jóhannes Ragnarsson, 15.8.2007 kl. 21:09

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Láttu ekki svona, þú þekkir mig ekki baun í bala.

Ég var sótrauður Allaballi þar til augu mín opnuðst til fulls.  Það tekur hvolpana aðeins tvær vikur en mig tók þetta nokkra tugi ára.  Hinsvegar eru mjög margir þarna VG sem ég vildi fá yfir til nöfnu Sollu, því þar tel ég þá eiga heima.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.8.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband