Leita í fréttum mbl.is

Að lækna sjúklinga með fangelsisvist.

Getur verið, að það sé fólk með fullu viti sem dæmir 15 ára krakka í tveggja og hálfs árs fangelsi? Mér sýnist á öllu, að drengurinn, sem dómsvaldinu dettur í hug að þjónusta með þessum hætti, eigi við einhver veikindi, trúlega alvarleg, að stríða. Að mínu mati er algjörlega fráleitt að dæma sjúklinga, sem að auk eru lítt þroskaðir fyrir æsku sakir, til fangelsisvistar. Má ef til vill túlka þessi heimskupör Héraðsdóms Reykjavíkur á þá leið, að skilvirk lækning fyrir börn sé fólgin í því að læsa þau inni í eins og tvö og hálft ár?
mbl.is Fimmtán ára síbrotapiltur dæmdur í 2 ½ árs fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Hann var nógu fullorðinn til að fremja vopnað rán. 

Auðvitað er hann ungur að árum og líkast til ekki í topp formi andlega, afbrotamenn eru það sjaldnast sem fremja svona verknað.  Hann var heppinn að bílstjórinn liðfi. 

Hér er um að ræða sakhæfan einstakling.  Fyrir fáum árum var maður talinn fullorðinn 16 ára, ekki 18 eins og nú er. 

Sé hann ekki heill á geðsmunum er væntanlega tekið á því.  Ekki er verið að dæma svo unga gerendur í fangelsi sé nokkur kostur á öðru. 

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 16.8.2007 kl. 19:44

2 identicon

Af hverju heldur fólk alltaf áfram að óskundast út í þetta blessaða dómsvald sem virðist vera uppspretta alls hins illa í heiminum. Það stendur skýrum stöfum í lögunum að sakhæfisaldur er 15 ár. Það stendur líka í lögunum að dómarar eiga einungis að fara eftir lögunum í embættisverkum sínum. Það erum við sem förum með löggjafarvald. Okkur að kenna ekki dómsvaldinu.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 20:54

3 Smámynd: Valla

Það heyrir til undantekninga að dómþolar yngri en 18 ára séu dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi og sé það gert er yfirleitt um ítrekuð brot að ræða. Í þeim tilgangi að halda börnum frá fangelsisvist er í gildi samkomulag milli Fangelsisstofnunar ríkisins og Barnaverndarstofu um að fangar yngri en 18 ára skuli að jafnaði afplána refsingu sína með vistun á meðferðarheimilum sem rekin eru samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga. Þar dveljast þeir á heimili með öðrum börnum þar sem þeim er hjálpað til að aðlagast betri lífsvenjum. Skýrt er tekið fram að brjóti fangi gegn þeim skilyrðum sem honum eru sett eða reglum heimilis verði hann tafarlaust fluttur í fangelsi til áframhaldandi afplánunar.


Valla, 16.8.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband