Leita í fréttum mbl.is

Faraldur og plága yfirvofandi á Seyðisfirði.

Hvað ætli Seyðfirðingar hafi svo slæmt til sakar unnið, að þeir verðskuldi að fá yfir sig 500 heilaþvegna, stuttbuxnaða smádrengi úr Sjálfstæðisflokknum dagana 14. - 16. september næstkomandi? Svona heimsókn má hiklaust líkja við faraldur eða plágu og er engu byggðarlagi bjóðandi. Og að Borgar Þór hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs er í besta falli kátbroslegt, ef ekki hlægilegt. En aumingja Seyðfirðingarnir að eiga þennan andskota yfir höfði sér dagana 14. - 16. sept. er hræðilegra en tárum taki.  
mbl.is Gefur ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður SUS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vantar ekki að menn séu málefnalegir. Það er mjög fyndið að lesa skrif fullorðins manns sem skrifar eins og lítill krakki.

Ég er annars viss um að Seyðisfirðingar munu njóta vel af 500 manna heimsókn ungs fólks í bæinn.

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 13:22

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þegar ég bjó á Seyðisfyrði, voru nokkrir íhaldsmenn þeir Blöndal bræður og örfáir fleiri, svo var það framsóknarmaðurinn Þorvaldur íþróttakennari og kannski tveir í ´viðbót.  en það voru margir allaballar og þegar Lúlli *kom í heimsókn, þá var flaggað og imba fór í kjólinn sinn.  En þetta var þá.......

Nú er öldin allt önnur og á Aldan er mikið breytt, það fannst mér í það minnsta þegar ég átti þar leið um daginn.

Munið að fjarlægðin gerir fjöllin blá og mjög langt til Húsavíkur

* Lúðvík Jósefsson

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.8.2007 kl. 13:30

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég vorkenni greinarhöfundi fyrir skrif sín. Ef þetta eru andstæðingar okkar íhaldsmanna, þá höfum við ekkert að óttast.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.8.2007 kl. 13:49

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er meiri ástæða að vorkenna Seyðfirðingum en mér Gunnar minn Th. það eru þeir sem verða þolendur innrásar þessara 500 sperrileggja á stuttbuxunum. Og Guð hjálpi blessuðu fólkinu á Seyðisfirði þegar litlu auðvaldsþýin fara að delera dauðadrukkin um allar þorpagrundir þar eystra, eins og þau gerðu á Ísafirði.

Jóhannes Ragnarsson, 17.8.2007 kl. 14:30

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ég ætla að leggja það til við stjórn SUS að þingið 2009 verði haldið á Ólafsfirði.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.8.2007 kl. 14:49

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ólafsvík ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.8.2007 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband