Leita í fréttum mbl.is

Skemmileg hegðun hægri manna

Ég vona að sperrileggirnir, sem verða fulltrúar á seyðisfjarðarþingi SUS, verði ekki jafn borubrattir og hægrimennirnir sem börðu lögegluna í Kolding til heiðurs heiðursmanninum Rúdólfi Hess. Annars er aldrei að vita hverju svona gríslíngar taka upp á þegar brostin er á múgsefjum og hópefli í þeirra hópi á móti sköttum og velferðamálum. Að minnsta kosti fengu Ísfirðingar að kenna á því þegar SÚSarar þinguðu hjá þeim um árið. Önnur eins ósköp hafa aldei dunið yfir Ísfirðinga af þessu tagi og eru þeir þó ýmsu vanir. Til dæmis heimsóttu breskir togarasjómenn í tuga og hundraðatali, hinir mestu drykkjusvolar og raftar, Ísafjörð oft á árum áður, en komust víst aldrei í hálfkvisti við upprennandi stjórmálaskörunga Sjálfstæðisflokksinns í ámælisverðri hegðun.  
mbl.is Danskur nýnasistaleiðtogi í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband