Leita í fréttum mbl.is

Bannfærði sóknarbarn sitt.

Nótt eina dreymir síra Baldvin, að hann er staddur í saurlifnaðarsamkvæmi miðju. Finnst honum þá sem kona ein, sóknarbarn hans, komi þar til hans og reyni að táldraga hann. Þykir síra Baldvini, að hann sé í þann veginn að láta unda konunni en tekst þó með snarræði að vakna áður en í óefni var komið. Var hann þá allur í svitakófi og eldrauður í framan. Þegar síra Baldvin var að fullu vaknaður og búinn að jafna sig að mestu og hafa yfir fáeinar bænir og sálma, þá hugleiddi hann, ígrundaði og gaumgæfði draum sinn. Komast hann að þeirri niðurstöðu, að honum bæri að líta grannt eftir kvensniptinni, sem svo gróflega hafði misboðið honum í draumi. Fljótlega taldi hann sig komast að því, að konu þessari væri í mörgu áfátt og boðaði hann hana því á skrifstofu sína og las henni pistilinn. Konunni varð hálf-hverft við og ætlaði að fara að brúka sig. Tók þá síra Baldvin konuna á kné sér og flengdi hana vel og vandlega. Sunnudaginn þar næstan á eftir, bannfærði síra Baldvin þessa konu við almenna guðsþjónustu og dáðust sóknarbörnin mjög að sálastyrk hans og áræði. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góður karl hann síra Baldvin og rétt sýnn með eindæmum.

Níels A. Ársælsson., 19.8.2007 kl. 22:24

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Síra Baldvin er sannkallað snilldarmenni og vel væri ef a.m.k. einn prestur í hverju prestakalli hefði, þó ekki væri nema helmingin af eiginleikum hans. 

Jóhannes Ragnarsson, 19.8.2007 kl. 22:32

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Órúlega réttsýnn og heiðarlegur.  Ég er að hugsa um að biðja um bannfæringu á manni sem mig dreymdi um daginn, sá var að sökkva þjórsárverum.  En ef mig dreymir einhvern sem vill njóta ásta, þá skal hann blessaður af almættinu.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 20.8.2007 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband