Leita í fréttum mbl.is

Auðmannadekur.

Margir einstaklingar sem hafa komist yfir mikinn auð eru atorkumenn, dugnaðarforkar og frumkvöðlar. Aðrir eru það ekki; hafa fengið auðinn í hendur eftir vafasömum leiðum, jafnvel glæpsamlegum. Báðar tegundirnar þekkjum við hér á landi. Hér duga því engar alhæfingar.
Ein alhæfing á þó við: Ísland er að drukkna í auðmannadekri. Ég held ég sé ekki einn um að finna fyrir köfnunartilfinningu af andaktinni og lotningunni sem fjölmiðlar margir hverjir eru farnir að sýna pennigaauði. (Ögmundur Jónasson á heimasíðu sinni, ogmundur.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég held að Ögmundur ætti að hætta þessum skrifum, ekki vegna þess að hann hafi ekki rétt fyrir sér, þau gagnast bara ekki.  Hann hefur á einhvern hátt eins og margir flokksbræður hans, farið yfir strikið.  Það eru svo margir samheimskingjar sem hlusta á þá sem lúta Mammon. Stundum þarf að vera svolítið „útsmoginn“ til að ná eyrum fólds.  Góður pistlahöfundur er t.d. Jóhann Björnsson.  Ögmundur og fleiri hjá VG eru alveg búinn að missa það

Ingibjörg Friðriksdóttir, 20.8.2007 kl. 10:15

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Jújú, skrif Ögmundar gagnast vel, á því leikur enginn vafi. Ögmundur er nefnilega heiðarlegur stjórnmálamaður sem segir sannleikann umbúðarlaust. Slíkt fólk fer aldrei yfir nein strik.

Jóhannes Ragnarsson, 20.8.2007 kl. 10:23

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það sem ég er að segja Jóhannes, þú mátt aldrei vanmeta andstæðinginn, hvorki þann heimska né vitra.  Ef marka má fylgi flokkanna, þá þurfum við ekki að fjölyrða um vitsmuni landans.  Þetta er að sjálfsögðu mín skoðun, sem ég set hér fram.  Ég vildi óska að pabbi minn heitinn, hefði ekki verið svona helvíti umbúðalaus þegar ég var unglingur, uppreisnargjörn og frekar vitlaus miðað við mig.  Ég er viss um að Ögmundur er gegn heiðarlegur, hann fer bara svo ofboðselga í taugarnar á mönnum, líka mér.  Vildi óska að hann læsi Sókrates.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 20.8.2007 kl. 10:49

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

„Ég vildi óska að pabbi minn heitinn, hefði ekki verið svona helvíti umbúðalaus þegar ég var unglingur, uppreisnargjörn og frekar vitlaus miðað við mig.“

   Ég meinti miðað við hvað ég er í dag, tugum árum seinna og búin að ala upp þrjá unglinga sjálf.  Mér tókst miklu betur til en honum.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 20.8.2007 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband