Leita í fréttum mbl.is

Sjálftökuliðið í verkalýðshreyfingunni.

Fyrir nokkrum dögum rakst ég á svokallað ,,Tekjublað Mannlífs" þar sem mánaðarlaun 2500 valinkunnra íslendinga eru tíunduð. Að sjálfsögðu kennir þar ýmissa grasa, sem sannarlega eru mörg hver íhugunar virði. Fljótt á litið eru það þó laun starfsmanna verkalýðshreyfingarinnar sem eru mest sláandi, að mínu mati, í upptalningu Mannlífs. Hvernig má það vera, að sumt af þessu fólki er með margföld laun þeirra einstaklinga sem það starfar fyrir að kjaramálum? Má vera að þarna sé á ferðinni venjulegt, ósvífið og ómerkilegt sjálftökulið, sem hefur engan áhuga á að vera samstíga fólkinu sem borgar því laun með sjálfvirkum stéttarfélagsgjöldum? Það er t.d. alveg með ólíkindum, að formaður og varaformaður Eflingar, félags verkafólks í Reykjavík, þau Sigurður Bessason og Þórunn Sveinbjarnardóttir, skuli vera með um það bil 670 þúsund krónur í laun á mánuði, meðan verkafólkið sem borgar þeim launin má þakka fyrir að ná 150 - 160 þúsund kónum á mánuði. Og þau Eflingarhjú eru ekki ein um sóðaskapinn í þessum efnum. En þó slá forsvarsmenn verslunarfólks, kassafólksins í stórmörkuðunum m.a., öll met í ósvífni og græðgi. Þannig hefur frú Ingibjörg R. Guðmundsdóttir formaður Landsambands íslenskra verslunarmanna 720 þúsund krónur pr. mán, en það er vel í lagt. En samt er hún aðeins hálfdrættingur á við herra Gunnar Pál Pálsson formann Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sem fær 1.406.931 krónu í sinn götótta vasa á mánuði ! Þvílíkur viðbjóður - þvílík skömm ! Á meðan þessu fer fram tekur eini rauverulegi verkalýðsforinginn á Íslandi, Ögmundur Jónasson ekki eina einustu krónu fyrir að gegna starfi formanns BSRB. Ögmudur lætur sér nægja að lifa á þingmannslaunum sínum 603 þúsund krónum á mánuði.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband