Leita í fréttum mbl.is

,,Vinsælasti auðkýfingur landsins."

Í smápistlakompu Fréttablaðsins, ,,Frá degi til dags" kveður blaðamaðurinn pbb uppúr með að Björgólfur nokkur Guðmundsson, sá er þáði Landsbankann af silfurfati  Sjálfstæðiflokksins, sé ,,vinsælasti auðkýfingur landsins." Orðrétt segir pbb: ,,Er nema von að menn spyrji: hefur vinsælasti auðkýfingur landsins smekk á arkitektúr sem dugar inn í næstu öld?"

Ég verð að segja eins og er, að ég held það væri hyggilegra fyrir blaða- og fréttamenn á Íslandi, að sýna heldur þann manndóm, að fara vel og vandlega og á hlutlausan hátt ofan í saumana á hvernig menn eins og Björgúlfarnir og fleiri, hafa komist yfir jafn mikil auðæfi og völd á jafn stuttum tíma og raun ber vitni, frekar en að mæra þessa karla eins og guðlegar verur og gefa þeim innistæðulausar einkunnir eins og ,,vinsælasti auðkýfingur landsins."   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband