Leita í fréttum mbl.is

Að falla í ævilanga ánauð útrásarkappanna.

Það er ekki að sjá að fólkið sem er að koma sér þaki yfir höfuðið njóti góðs af hinum stórkostlegu útrásarævintýrum viðskiptabankanna. Þvert á móti verður þetta fólk að neyðast til að láta það yfir sig ganga að vera hneppt í ánauð bankanna, ævilangt.  Á meðan líður varla sá dagur að fjölmiðlar séu ekki uppfullir af dekri og aðdáunarskrifum um hetjurnar miklu, sem sagt er að séu að sækja gull í greipar Mammons á erlendri grund hvern einasta dag og hafi enda upp úr krafsinu, hver og einn, laun sem nægja til að framfleyta heilu sjávarplássunum í a.m.k. mat og drykk. Það er því í meira lagi himihrópandi þversögn í öllum þessum kraftaverkaumsvifum bankasnillinganna, að bankavextir hér á landi skuli aðeins hækka og hækka. Ef þessum einstöku lukkuriddurum útrásarinnar væru borguð laun í samræmi við frammistöðu bankanna í vaxtamálum innanlands, er hætt við að blessaðir drengirnir ættu ekki til hnífs og skeiðar og væru sennilega komnir í bullandi samkeppni við útigangsmennina um það litla sem  kann að finnast nýtilegt í sorptunnum almennings. 
mbl.is Íbúðalánavextir hafa hækkað um 43%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband