Leita í fréttum mbl.is

Söngur framsóknarmauranna um axlir og ábygð.

Hvað ætli pínulitlu framsóknarmaurarnir í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna eigi við þegar þeir tala um að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ,,axli ábyrgð sína" í Grímseyjarferjumálinu góða? Ætli þeir eigi við að viðkomandi ráðherrar segi af sér sem ráðherrar og þingmenn? Eða vilja maurarnir sækja hina ólánssömu ráðherra til saka og láta þá taka út ábyrgð sína í tugthúsi upp á vatn og brauð? Annars er mín skoðun sú að allt kjaftæði um að stjórnmálamenn ,,axli" einhverja ,,ábyrgð" sé ósköp innihalds- og merkingarlaust þjark sem enginn hlustar á. Þar fyrir utan hefur Framsóknarflokkurinn engin efni á að vera derra sig með þessum hætti eins og sjálfumglaður hani galandi uppi á skítahaug. Pínulitlu framsóknarmaurunum í SÚF væri áreiðanlega nær að gaumgæfa ill verk og axarsköft sinna eigin ráðherra, þó ekki væri nema 20-25 ár aftur í tímann, en þeim efnum er sannarleg af nógu að taka.
mbl.is Ungir framsóknarmenn gagnrýna ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband