Leita í fréttum mbl.is

Einbeittur brotavilji - eða sjálfsagður hlutur?

Þingflokkur VG fer fram á úttekt Ríkisendurskoðunar v. samnings um vatnsréttindi í Þjórsá

22.8.2007

Þann 9. maí 2007 gerði íslenska ríkið samkomulag um yfirtöku Landsvirkjunar á vatnsréttindum í neðri hluta Þjórsár. Samkomulagið er gert milli þriggja ráðherra og forstjóra Landsvirkjunar; fjármálaráðherra, fv. iðnaðarráðherra og fv. landbúnaðarráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins og undirritað án fyrirvara. Samkomulagið var undirritað þrem dögum fyrir kosningar, án minnstu vitundar Alþingis, landeigenda, sveitastjórna á svæðinu eða  almennings og hefur verið haldið leyndu fram að þessu.

Með samkomulaginu er verulegum verðmætum afsalað úr hendi ríkisins til Landsvirkjunar án nokkurrar heimildar í lögum. Þá vakna óhjákvæmilega spurningar um slíka afhendingu til eins fyrirtækis sem nú á að heita að starfi í samkeppnisumhverfi.

Hluti af samkomulaginu felur í sér að landbúnaðarráðherra sem forráðaaðili ríkisjarðarinnar Þjótanda í Flóahreppi skuldbindur sig til samningaviðræðna við Landsvirkjun um að hún fái jörðina í þágu fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda. Þetta er gert án heimildar í fjárlögum og án þess að jörðin hafi verið auglýst. Nú hefur bæst við að Flóahreppi hefur verið synjað um að neyta lögvarins forkaupsréttar á jörðinni með vísan til ofangreinds samkomulags.

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar –græns framboðs fordæmir þessi vinnubrögð og telur gerð samkomulagsins, með leynd rétt fyrir kosningar siðleysi og afar ólíklegt að það fái staðist í lagalegu tilliti. Þingflokkurinn hefur samþykkt að leita álits Ríkisendurskoðunar á þessum gerningi.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soldan

Jæja vinur, þú ert alltaf á móti stjórninni.  Ég held að þínir ágætu félagar í vinstri séu nú ekki eins hreinir og þú heldur.

Soldan, 22.8.2007 kl. 23:03

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Án þess að mér komi það beint við Soldan minn góður. En voru það þá virkilega Vinstri grænir sem komu þessum gerningi á?

Eða meintirðu kannski að þeim færist ekki að vera með uppsteit af því þeir séu sjálfir svo ómerkilegir?

Auðvitað er það mikið alvörumál að fara fram á rannsókn á stjórnsýslu og það á ekki öðrum að leyfast en þeim sem stjórnsýslan hefur mætur á.

Ég held að þú sért alltof linur við að setja inn athugasemdir þegar þessir vinstri vitleysingar eru að þenja sig. Þú ert nefnilega svo déskoti málefnalegur Soldan. 

Árni Gunnarsson, 22.8.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband