Leita í fréttum mbl.is

Álfheiður Ingadóttir, grímseyjarferjan og fiskeldið í Ólafsvík.

Eftirfarandi klausa er af visir.is, en þar er vitnað í ekki ómerkari pólitíkus en Álfheiði Ingadóttur, sem eins og alþjóð veit er einn af stærstu hluthöfunum í stjórnmálaflokknum Vinstrihreyfingunni grænu framboði ehf.

„Ef Sturla er að láta embætti forseta Alþingis þvælast fyrir sér ætti hann að segja því starfi lausu," segir Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna um Sturlu Böðvarsson. Hún tjáði sig um málefni Grímseyjarferjunnar á Rás 1 í gærmorgun. „Hann segist ekki geta rætt þær alvarlegu athugasemdir sem gerðar hafa verið við hans störf og ráðuneyti, og mér finnst hann skjóta sér á bak við embættið með því," segir Álfheiður. Hún segir atvinnu Sturlu í dag ekki breyta neinu um þá pólitísku ábyrgð sem hann bar á málinu sem fagráðherra."

Ef ég segi eins og er, þá finnst mér að Álfheiður þessi flokkseigandi ætti að byrja á því að upplýsa fólk um fiskeldisgróðabrallið sitt í Ólafsvík, sem hún og Kristján Pálsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ásamt fleirum, stóðu fyrir á sínum tíma, áður en hún fer að slá um sig með snakki um að forseti Alþingis ætti að segja af sér út af Grímseyjarferjunni góðu, sem rorrar við bryggju í túnfætinum hjá Árna Matt fjármálaráðherra. Ekki stóð víst á því að Byggðastofnun reiddi fram fé í þetta fyrirhugaða landsbyggðarmál hins stórhuga flokkseiganda, og eihversstaðar víðar kom að fjámagn í fyrirtækið. Það varð samt aldrei úr að frú Álfheiður og Stjáni Páls reistu fiskeldisstöð í Ólafsvík. Ó nei, því fór víðsfjarri. Þau hjúin fóru nefnilega víkavillt og fiskeldisstöð þeirra reis í Straumsvík við hliðina á álverinu. Hún var nú aldeilis ekki smeyk við álver í þá daga hún Álfheiður.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já Sveinn, þetta er því miður satt.

Jóhannes Ragnarsson, 27.8.2007 kl. 21:47

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Álfheiður Ingadóttir er innsti koppur í flokkseigendabúri VG og trúlega ekki auðhlaupið að því að stugga við henni. Það er langt síðan ég áttaði mig á því að VG verður aldrei nægilega trúverðugur flokkur meðan Álfheiður og hennar líkar ráða þar lögum og lofum. Hinsvegar væri vel hægt að gera VG að ágætri vinstrihreyfingu ef flokkurinn færi í gegnum nauðsynlega hundahreinsun.

Jóhannes Ragnarsson, 27.8.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband