Leita í fréttum mbl.is

Fyrirburður í hænsnakofanum.

Hænsnunum gekk afleitlega að skilja Guðbrand eiganda sinn þegar hann kom drukkinn til þeirra í kofann. Einkum urðu þær undrandi þegar hann gerði sér lítið fyrir og sofnaði undir prikum þeirra og tók til við að hrjóta svo ofboðslega að þeim kom ekki dúr á auga alla liðlanga nóttina. Um morguninn þegar Gubrandur vaknaði varð hann ævareiður og sparkaði í hanann og hótaði að hálshöggva hænurnar því þær höfðu ekkert verpt um nóttina. Það þarf ekki að taka fram að Guðbrandur er kapítalisti og virkur í Flokknum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það var og ! Djöfull grunaði mig þetta með "Flokkinn" og kapítalistan. Þetta er ágætis hliðstæða á við leiguliðana (bráðum sálugu) en í þá hafa Guðbrandarnir í LÍÚ sparkað miskunarlaust undanfarin 20 ár og nú bráðum með sama árangri og varð í hænsnakofanum.

Níels A. Ársælsson., 27.8.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband