Leita í fréttum mbl.is

Er Einar Kr. genginn af göflunum - endanlega?

Ég er farinn að halda og það í alvöru, að þessu vesalings fóki sem sýslar með ráðgjöf og ákvarðanir varðandi hámarksafla í fisktegundum sé engan veginn sjálfrátt. Ég bara hreinlega skil ekki hvernig í andskotanum sjávarútvegsráðherra og hafrólepparnir voga sér að leggja til að veiðar á loðnu verði leyfðar á næsta fiskveiðiári. Hvaða vísindi liggja að baki þessari ákvörðun? Liggja ef til vill engin vísindi til grundvallar önnur en græðgi og yfirgangur sægreifanna, sem virðast langt komnir með að leggja loðnustofninn í rúst og þar með mikilvægan hlekk í lífkeðjunni umhverfir landið? Hvaða vísindi eru það, herra sjávarútvegsráðherra, að leyfa sægreifa- og kvótafíklastóðinu að halda áfram að ganga á fæðu annarra nytjafiska, þó að mikil hætta sé á að það hafi ófyrirsjánlegar afleiðingar í för með sér fyrir lífríki sjávar við Ísland?

Oft var þörf að taka í taumana hjá sjávarútvegsráðherra, en nú er nauðsyn - meira að segja brýn nauðsyn!!! Og ef með þarf, verður hreinlega að taka taumana af manninum.


mbl.is Heildarkvóti á loðnu ákveðinn 308 þúsund lestir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Manninum er ekki sjálfrátt, eins og hefur komið fram áður. Hann þarf að dansa eftir LÍÚ pípunni, eins og ávallt.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.8.2007 kl. 20:18

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er ekki einusinni hægt að vorkenna þessum guðsvolaða pípudansara, hann hljóp sjálfviljugur út í skítahauginn. 

Jóhannes Ragnarsson, 29.8.2007 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband