Leita í fréttum mbl.is

Klofningur VG á leið upp á yfirborðið.

Á morgun ætla kunningjar mínir í Vinstrigrænum að flokksráðsfunda í sveitasælunni á Suðurlandi. Ég á ekki von á, að þau verði sérlega breið brosin á flokkssystkynunum þegar þau mæta til leiks á Hótel Flúðir, því að þrátt fyrir dálítinn kosningarsigur VG í vor, segja heimildir að vaxandi urgur sé í flokksfólki. Það varð t.d. ýmsum félögum mikið áfall að Steingrími tækist ekki að fleyta flokknum inn í rikisstjórn í vor, þó að aðrir önduðu að vísu léttar. Þá ber þess að geta, að VG er langt í frá flokkur þar sem eindrægni ríkir, þó að tekist hafi að halda yfirborðinu tiltölulega lygnu. Það vita allir sem vilja vita, að VG er stjórnmálaflokkur sem í grófum dráttum er klofinn í tvær meginfylkingar; annarsvegar framsóknar- og flokkseigendaarm Steingríms formanns og hinsvegar vinstriarminn með Ögmund Jónasson í broddi fylkingar. Á þessum tveimur fylkingum er pólitískur grundvallarmunur, sem varla verður komið í veg fyrir lengur að komi upp á yfirborðið. Það er vitað að Ögmundur hefur sýnt valdaelítu flokksins ótrúlegt langlundargeð og tillitssemi um langt skeið, sumir segja allt of langt. En trúlega mun koma að því fyrr en seinna að Ögmundi og hans fólki verði nóg boðið og þá mun ýmislegt verða uppi á teningunum, sem komið gæti kunnugum sem ókunnugum á óvart.
mbl.is VG heldur flokksráðsfund á Flúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Kæri bloggvinur!

Þetta veit ég og vissi fyrir.  Steingrímur átti ekki að fara í fýlu þegar hann tapaði fyrir Stokkseyrar Möggu, heldur dansa við hana og með.

Vinstri mönnum verður aldrei ágengt með þessu háttalagi.

Núna er Margrét mín elskuleg hætt í pólitík, svo nú er nýtt lag.

Nafna mín Sólrún bæði tvistar og tjúttar, svo það bara fyrir strákana að bjóða henni upp.

Áfram vinstri og félagshyggjumenn!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.8.2007 kl. 20:57

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Já, og ég verð á Flúðum um helgina.  Á ég að taka með mér skotvopn?  Rjúpan er í hlaðvarpanum.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.8.2007 kl. 20:58

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú þarft ekki að taka með þér skotvopn því bæði VG og rjúpan eru alfriðuð enda friðarsinnaðir fuglar bæði tvö.

Jóhannes Ragnarsson, 30.8.2007 kl. 22:39

4 Smámynd: Sigurjón

...og í útrýmingarhættu!

Sigurjón, 30.8.2007 kl. 23:13

5 Smámynd: Einar Ólafsson

Ekki veit ég það nú, kæri félagi, hvort þessi flokkur er í  klofingarhættu, en ég er fyrirmitt leyti ekkert sorgmæddur þótt hann sé í stjórnarandstöðu. Mætti ég annars leyfa mér að benda á grein sem ég var að setja á netið:Baráttan gegn nýfrjálshyggjunni í Noregi og rauð-græna ríkisstjórnin

Einar Ólafsson, 31.8.2007 kl. 00:31

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvort sem hættan á klofningi er meiri eða minni Einar, þá held ég að við getum verið einhverju leyti sammála um, að það sé orðið nokkuð langt á milli manna í blindunni þar á miðloftinu.

Jóhannes Ragnarsson, 31.8.2007 kl. 06:19

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Er að hlusta á formanninn,  það er eitthvað raunamætt, ekki sami neistinn, þetta er líklega rétt hjá þér, einhverjar væringar,

Verður spennandi að fylgjast með.  Ég segi þér eins og er,  ég er alveg hundleið á þessu röfli sem engu skilar.

 Góða helgi, er að fara austur, skömmu síðar.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 31.8.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband