Leita í fréttum mbl.is

Plat-vinstrimennirnir í VG (ehf) og grátsöngvar þeirra.

Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi og þingmaður VG skrifar einkennilegann og örvæntingarfullann langhund á bloggsíðuna sína í dag. Auk þess að vera einkennilegur og örvæntingarfullur, er langhundur Árna Þórs grátklökkur yfir vondum orðum höfundar Stakseina í garð Steingríms J formanns. En Árni er eldklár strákur og hefur í þessu tilfelli ráð undir rifinu, semsé, að stakreinahöfundurinn sé ólæs á pólitík. Þar með telur skörungurinn og framagosinn Árni Þór að hann og flokkurinn séu sloppnir fyrir horn. En því miður mega grátsöngvar sér lítils í þessu tilfelli. Fyrir það fyrsta fæ ég ekki betur séð en staksteinahöfundur morgunblaðsins sé a.m.k. jafn læs á pólitík og Árni Þór og hans viðhlægjendur í VG. Að öðru leyti þarf engann sérstakann fræðing með virðulega prófgráðu til að sjá og skynja, að VG er stjórnmálaflokkur í heilmiklum vanda. Staða Steingríms J. hefur veikst mjög mikið gagnvart fólkinu í landinu og hver veit nema flokkseigendaelítan, sem Árni Þór og fleiri nudda sér utan í, taki þá ákvörðun með fyrra fallinu, að leysa Steingrím undan oki formennskunnar og tylli Svandísi dóttur Svavars sendiherra í hásætið í staðinn.  En þar með er ekki öll sagan sögð. Vandi VG felst auðvitað fyrst og fremst í þeirri staðreynd, að þar fer fyrst og fremst óalþýðlegur flokkur menntamanna og efristéttafemínísta, þar sem stéttarbarátta og verkalýðshyggja léttvæg fundin og fótum troðin. Í því ljósi er VG fjandi vel úr takti við fólkið í landinu, alþýðuna. Undanfarið hef ég verið að velta fyrir mér hvort plat-vinstrimennirnir VG ættu ekki að sjá sóma sinn í að breyta nafni flokksins, sem þeir eiga hvort sem er öll hlutabréfin í, og kalli hann annaðhvort ,,Miðjuhreyfinguna grænt framboð" eða ,,Græna Kvenfélagið."   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband