Leita í fréttum mbl.is

Ellilífeyrisþega vísað brott af dvalarheimili.

Það vita allir sem til þekkja, að Kolbeinn Kolbeinsson ellilífeyrisþegi er einhver mesti neftóbaksböðull sem sögur fara af. Þegar Jarþrúður heitin kona hans andaðist fyrir fáum árum, fullsödd á neftóbakslátum eiginmans síns, lét Kolbeinn slag standa og lét munstra sig á elliheimil. Þremur og hálfum mánuði eftir að hann settist að á elliheimilinu var hann rekinn þaðan, hreinlega borinn út, aðallega sökum ægilegra neftóbaksumsvifa sinna. Reyndar áttu fleiri þættir sök á brottvikningunni, svo sem hortugheit og skapvonska, að viðbættu óviðeigandi pukri með áfengi. En það sem gerði samt útslagið með að dvalarheimilisvist Kolbeins lauk fyrr en ráð var fyrir gert og eðlilegt má teljast, var harðsvíraður andfémínísmi karlsins, sem var svo harkarlegur, að forstöðukvendið lagðist bókstaflega í rúmið og kvaðst ekki róta sér þaðan fyrr en ,,þessi andskotans karlskröggur væri kominn út á götu." Og þannig fór, að árla morguns sást Kolbeinn Kolbeinsson ellilífeyrisþegi yfirgefa dvalarheimilið alfarinn, klæddur svörtum frakka og með gamla snjáða ferðatösku í hönd og nasirnar útþandar af úrvalsneftóbaki frá ÁTVR.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Karlhelvítið hefur auðvitað misst tóbakið í augun á Jarþrúði og hún dáið blind og fullsödd, af tóbaksslefi

Ingibjörg Friðriksdóttir, 5.9.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband