Leita í fréttum mbl.is

Valdatvíburar ný-frjálshyggjumanna með harðlífi.

Pólland er ekki eina landið í veröldinni sem hefur haft tvíbura sem helstu forystumenn þjóðarinnr á síðustu árum. Á Íslandi bjuggum við til skamms tíma við þau ókjör og hneisu í rúman áratug að hafa tvíbura í æðstu valdastöðum landsstjórnarinnar. Öllum sæmilega greindum mönnum ber saman um að það tvíeyki sé eitthvert skelfilegasta par sem riðið hefur húsum í stjórnarráðinu frá því það var reist á sínum tíma sem tugthús. Þeir einu sem láta sér til hugar koma a bera blak af þessum Íslensku valdatvíburum, sem nú eru blessunarlega horfnir á braut, eru einna helst veruleikafirrtir ný-frjálshyggjumenn með pólitískt harðlífi og króníska þráhyggju. Fólkið sem nú fer með húsráð í stjórnarráðinu eru aftur á móti einhverjar orðlögðustu leiðindaskjóður sem um getur á valdastólum í norðanverðri Evrópu og er þá mikið sagt. Þá var nú öldin önnur þegar sá nafntogaði Arnes Pálsson var skipaður í embætti í því húsi sem nú geymir stjórnarráð Íslenska lýðveldisins. 
mbl.is Boðað til skyndikosninga í Póllandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Frá þeim áminnsta dáindismanni Arnesi segir svo m.a. í Öldinni átjándu í umkvörtunarbréfi vistmanna Arnarhóls um störf Arnesar:

-.....Guðrúnu Jónsdóttur hefur hann kallað helvítis lagadækju og bölvaða flagmeri. Þoretein helvízkan skelmi og lygara. Rannveigu helvízka hórudrottningu og svo fleira og fleira. Eins líka erum allan tíð dauðliga hrædd, að muni drepa oss með hnífnum eftir sjálfs hans hótunum, þá oss er skipað í verklag með honum......Nú hefur stiftamtmaður skipað tugthúsráðsmanninum að rannsaka kærur fanganna og berja Arnes svo að um muni, ef þær reynast á rökum reistar.

Eftir nútímastjórnsýslu á Íslandi hefði afgreiðsla þessa máls orðið sú að ekki væri ástæða til uppsagnar. í samráði við Arnes yrði farið yfir alla þætti málsins og af því dreginn lærdómur.

Árni Gunnarsson, 7.9.2007 kl. 22:34

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2007 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband