Leita í fréttum mbl.is

Líkræða yfir leiðinlegum manni.

Um kvöldið var síra Baldvin í svo tvísýnu skapi, að hann barði níðþungum hrammi sínum hvað eftir annað á borðplötuna á skrifborði sínu svo rúðurnar í húsi hans gnötruðu eins og jarðskjálftar riðu yfir. Ástæðan fyrir stríðu skapi síra Baldvins þessa kvöldstund var, að daginn eftir átti hann að jarðsyngja framsóknarmann. Og nú glímdi hann af alefli við að semja eins leiðinlega líkræðu um hinn látna og honum var unnt án þess að særa hans nánustu meir en orð væri á gerandi. Og síra Baldvini tóks vel upp eins og fyrri daginn. Því þegar hann hafði lokið við að flytja líkræðuna yfir kistu hins sálaða framsóknarmanns, voru allir þeir er á hlýddu komnir eindregið á þá skoðun, að mikið lán væri að sá látni væri loks sannarlega steindauður, og sömuleiðis að mikið ólán hefði verið að hinn látni hefði nokkru sinni fæðst og búið meðal fólks í allt of marga áratugi. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband