Leita í fréttum mbl.is

Vér ræningjar !

ÞJÓFNAÐUR ALDARINNAR


Ég má til með að vekja athygli blogglesenda á tveimur ágætum greinum á heimasíðu Ögmundar Jónassonar http://www.ogmundur.is. um tröllauknar einkavæðingargripdeildir auðvaldsins á Íslandi í skjóli velviljaðs ríkisvalds,  Annarsvegar eru það skrif Ögmundar sjálfs undir fyrirsögninni ,,Vér ræningjar," en hinsvegar grein Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, ,,Einkavæðing Íslands?". Það gleður mig satt að segja mikið að Ögmundur og fleiri í hans flokki eru í auknum mæli farin að beina sjónum sínum að ránsskapnum sem átt hefur sér stað í fiskveiðiauðlindinni. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Ég get ekki stillt mig um að láta upphaf þessara tveggja greina fylgja með og gef Ögmundi fyrst orðið:

,,Eignatilfærslur frá almenningi yfir til fjármálamanna í tengslum við einkavæðingu ríkiseigna á undanförnum árum hafa verið tröllauknar og hafa margir þar makað krókinn, jafnvel orðið milljarðamæringar og vilja nú ráðslagast ekki einvörðungu með íslenskt atvinnulíf heldur þjóðfélagið í heild sinni, menntun,listir, heilbrigðis – og umhverfismál.
Fyrst var sjávarauðlindin einkavædd, þá aðskiljanlegar arðvænlegar stofnanir og starfsemi sem áður skiluðu miklum fjármunum í almannasjóði sem núna renna í einkavasa. Og nú stendur fyrir dyrum að afhenda fjármagnseigendum fallvötnin og orkuna í iðrum jarðar."

,,Hin svokallaða frjálslynda umbótastjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar horfir nú upp á þá eyðileggingu sem kvótakerfið í sjávarútvegi hefur haft í för með sér: ástand fiskistofnanna er hörmulegt.,,

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband