Leita í fréttum mbl.is

Kukkur í blómapottinum.

Þegar Golli litli var 10 ára, kom hann stórum alvöru mannakukk fyrir í blómapotti heima hjá sér, hulinn örþunnu lagi af mold. Kukkinn hafði hann fundið bak við skúr hjá Sigurbergi gamla sjómanni, sem stundum var til vandræða á sínum heimaslóðum. Svo fór sólin að skína inn um stofugluggann heima hjá Golla litla og á blómapottinn, hvar kukkurinn hvíldi og upp úr því fór einkennilegur fnykur á stjá um allt húsið. - Hvaðan kemur þessi eiturfýla mamma? spurði Sóley systir Golla, sem var 15 ára. Og heimiliskötturinn Manus lét sitt ekki eftir liggja; varð eins og spurningarmerki í framan þá hann nam þefinn, lagði síðan eyrun aftur stórhneykslaður og lét sig hverfa úr húsi. Á öðrum degi var lyktin orðin svo römm, að mamma Golla litla hélst ekki við lengur og fór sömu leið og kötturinn. Þá voru til kvaddir iðnaðarmenn, sem brutu upp gólfið, svo úr varð margra metra skurður, til að komast að klóaklögninni sem þar var undir, því allir héldu að lyktin af kukknum í blómapottinum ætti rætur að rekja til bilunar í frárennslisröri. Iðnaðarmennirnir skiptu um lögn, steyptu yfir og hurfu síðan á braut. Smám saman dofnaði fnykurinn í húsinu og var orðinn svo viðráðanlegur að tíu dögum liðnum, að bæði kötturinn Manus og mamma Golla litla gátu snúið heim úr útlegðinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Takk fyrir Sveinn minn. Ek em aptur upp risinn í bloggheimum eins og hver annar frelsari.

Jóhannes Ragnarsson, 5.10.2007 kl. 21:50

2 Smámynd: Sigríður B Sigurðardóttir

Sigríður B Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband