Leita í fréttum mbl.is

Kynferðisafbrotaferli afstýrt

Morgun einn, á rúmhelgum degi, þegar Arinbjörn var að snæða morgunverð, laust skyndilega ofan í huga hans, hvort hann, Arinbjörn Arinbjörnsson, ætti að gerast kynferðisafbrotamaður. Og áður en hann vissi af, var hann farinn að velta fyrir sér, alvarlegur í bragði, hvort einhver grundvöllur væri fyrir slíkri háttsemi af hans hálfu. Þegar hann hafði gaumgæft málefnið um stund í víðu samhengi, áttaði hann sig á, að hann hafði ekki hugmyn um í hverju þessi nýtilkomna afbrotahneigð ætti að vera fólgin og enn síður að hverjum hún ætti að beinast. Og Arinbjörn furðaði sig á hvernig í dauðanum honum hefði dottið annar eins viðbjóður í hug. Í sömu andrá minntist hann dálítillar stöku, sem hann hafði lært fyrir löngu og var sannast sagna búin að vera honum gleymd í fjölmörg ár. En nú stóð þessi gamla staka honum skír fyrir hugskotssjónum eins og skær reikistjarna á skýlausum næturhimni:

Kriminelt er kynvilla.

Konum ríða áhætta.

En að gilja greip sína

er geysi mikil fúlmennska.

Og Arinbirni létti stórum því öll áform hans um afbrotaferil á kynlífssviðinu hurfu úr huga hans eins og hendi væri veifað. Lítil staka hafði komið honum til hjálpar á ögurstund og sýnt honum svart á hvítu, að hann væri kominn út á hálann ís. Og Arinbjörn spennti greipar og þakkaði Guði, af hrærðu hjarta, að hann skyldi alltaf hafa haft vit á að kynna sér nytsaman skáldskap frá því hann var ungur maður.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband