Leita í fréttum mbl.is

Leyfum Útnesjamönnum að berjast.

Ekki bregðast þeir fremur en fyrri daginn blessaðir Reyknesingarnir þegar helgarslagsmál eru annarsvegar, enda ekki að spauga með þá Útnesjamenn, sem eru þjóðkunnir fyrir taka sér fyrir hendur hluti sem ekki nema ofurmennum ætlandi er. Og auðvitað var það óviðunandi heimskulegt af lögreglunni að láta sér detta í hug að hjóla í sönn ofurmenni, sem í glaðværð sinni voru að reyna með sér kraftana. Að sjálfsögðu létu hinir knáu Suðurnesjamenn ekki árás lögreglunnar ósvarað, með þeim fyrirsjánlega árangir að lögreglan varð skelfingu lostin og dró upp táragas til að bjarga sér frá hraksmánarlegri yfirhalningu. Ég legg því til, að lögreglan láti ofurmenni Suðurnesja í friði um næstu helgi og leyfi þeim að hafa fangbrögð á götum úti að vild sinni og fái þar með útrás fyrir eðli sitt, sem er ,,ólgandi sem hafið og eldfjallaglóð", eins og segir í kvæðinu.  
mbl.is Táragasi beitt til að leysa upp slagsmál í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband