Leita í fréttum mbl.is

Össur Börsson

Rétt áðan lauk fyrsta þætti Egils Helgasonar, Silfur Egils, á ríkissjónvarpinu. Meðal annarra gesta Egils, að þessu sinni, var Össur nokkur Skarphéðinsson, sem nú er orðinn ráðherra, og telst því áreiðanlega, samkvæmt eigin mati, ,,einn af þeim stóru" í þjóðfélaginu. Össur þessi á orðið nokkuð langa og æði sérstæða sögu í Íslenskum stjórnmálum, mjög litaða athyglissýki af hvimleiðu tagi. Nú er svo komið, að fólki verður æ meiri raun af að hlusta á sjálfsánægjugaggið í honum í hvert skipti sem hann opnar munninn á opinberum vettvangi. Ég er svo sem löngu búinn að átta mig á, að Össur Skarphéðinsson ráðherra, er fyrst og fremst pólitískt skoffín sem betra væri að vera án; nokkurskonar sérútgáfa af endeminu Bör Börssyni, sem alþýða manna á Íslandi skemmti sér við að hlægja að þegar sagan af honum var lesin útvarpinu fyrir rúmum sextíu árum. Í fyrrnefndu Silfri Egils var engur líkara en sjálft erkiviðrinið frá Öldurstað í Noregi væri mætt í eigin persónu í sjónvarpssal, hneggjandi og dæsandi, í þeirri fullvissu að hann væri yfirburðarséní. Svo er að sjá sem Össur, sem í vor kvaðst kalinn á hjarta eftir fyrrir ríkisstjórnarsetu með Sjálfstæðisflokknum, sé yfir sig ánægður með vera kominn í selskap með strengjabrúðum og vikapiltum auðvaldsins og frjálhyggjunnar; vera með öðrum orðum, orðinn gildur limur í hinum pólitíska armi auðvaldsins á Íslandi, sem verður, að því er best verður séð, æ spilltara og gráðugra með hverjum deginum sem líður. Það er gömul saga og ný, að ,,litlir karlar" leita sér ævinlega skjóls undir verndarvæng auðstéttarinnar og láta ekki á sér standa, hvenær sem færi gefst, að smjaðra fyrir húsbændum sínum. Slíkur smákarl er Össur Börsson, sem í einfeldni sinni er þeirrar skoðunar að hann sé svo sannarlega einn af þeim ,,stóru."   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Jóhannes !

Eina sem ég get sagt ! STÓRSNILLD, þinn texti og hyttni í mark; ótvíræð.

Ættir; að birta ritsmíðina; opinberlega. Þakka þér, enn og aftur ! 

Kom; inn á þátt Egils, á minni síðu, fyrir stundu.

Mbk., út að Enni vestur / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 14:29

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er frábær pistill hjá þér. Myndrænn og segir sannleikann svo vel.Vonandi heldurðu áfram að gagnrýna pólitíska herra í vetur.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 14:33

3 Smámynd: Rannveig H

Akkurat svona var Össur í þessum þætti,vona svo sannarlega að hann eigi eftir að sjá þessi skrif þín

Rannveig H, 7.10.2007 kl. 15:45

4 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Jáhá hann Bör Börsson var skondinn karl og finnst mér ekki við hæfi , að bera þá saman, Össur og Bör því  Bör var miklu skemmtilegri karekter en Össur er í dag. 

Þorkell Sigurjónsson, 7.10.2007 kl. 18:35

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Því miður er lestur Helga Hjörvar á Bör Börssyni ekki til, að undanskildum smábút sem loftskeytamaður á togara vestur á Halamiðum tók upp á stálþráð á sínum tíma, ef ég man rétt. En sagan af Bör karlinum á erindi til okkar í dag, svo mikið er víst, og því alveg óhætt að lesa hana upp í útvarpinu.

Jóhannes Ragnarsson, 7.10.2007 kl. 20:07

6 Smámynd: Fríða Eyland

Ég hef ekki látið Össur farið í taugar mínar hingað til en í þessum þætti var hann eins og bjáni, aulabrandarar um ekkert var það sem hafði til málanna að leggja, um nýjasta skandalinn.

Og ég hugsaði, af hverju er þessi maður ráðherra ?? 

Fríða Eyland, 7.10.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband