Leita í fréttum mbl.is

Auðvirðilegur fyrirláttur glanspíunnar.

Hin háborgaralega glanspía, Þorgerður Katrín ráðherra upplýsti, af sínu alkunna mannviti, að hún væri sko aldeilis sammála því sem efst væri á baugi í orkuspillingadíki Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir, þ.e. árás auðvaldsins á sameiginlegar eigur fólks í orkugeiranum. Það var bara eitt sem Þorgerður Katrín gerði athugasemd við í sambandi við REI-gjörninginn alræmda, en það er aðferðafræðin sem fólst í helst til miklum hraða þegar gróðasóttargemlingarnir létu til skarar skríða. En auðvitað er þetta kjaftæði um ,,aðferðafræðina" auðvirðilegur fyrirsláttur - hið rétta er, að hin mikla reiði úti í þjóðfélaginu hefur knúið Þorgerði Katrínu og fleiri af hennar tagi til að finna einhver hálmstrá til að firra sig ábyrgð á axarskafti meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur og hinna vígtenntu peningakjafta.
mbl.is Þorgerður Katrín: Of geyst farið í samruna GGE og REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Aumt yfirvarp til að halda í kjósendur, gæti ég trúað, þau eru öll búin að leggja blessun sína yfir gjörninginn, nema VG og FF. 

Eini maðurinn með viti í silfrinu í dag var Ögmundur.

Og ég hugsaði af hverju er hann ekki ráðherra

Fríða Eyland, 7.10.2007 kl. 21:01

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Fríða:  Guð forði okkur frá því!

Jóhannes:  Það naumast hvað þú ert aumur.  Það eru allir að traðka á þér.....greyið!

Guðmundur Björn, 7.10.2007 kl. 21:16

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Á ég að trúa því Gvendur minn Björn að þú sért í raun og veru ánægður og sáttur við REI-hneykslið? Öðruvísi er ekki hægt að skilja orð þín hér að ofan.

Jóhannes Ragnarsson, 7.10.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband