Leita í fréttum mbl.is

Enginn skógarbjarnarterror á Íslandi - Guði sé lof.

Þær gerast nú æ hryllilegri fréttirnar sem berast frá Svíþjóð. Fyrir hádegi var skýrt frá fólskulegri árás sænska ,,Fjármálaeftirlitsins" á blessað Kaupþingið okkar. Og nú er sagt frá því að skógarbjörn hafi myrt veiðimann á einkar óviðfeldinn hátt fyrir utan kofa á Jamtalandi . Hvar ætlar þetta eiginlega að enda hjá hjá frændum okkar þarna austur í Svíþjóð? Þegar svona er komið er enginn óhultur. Ekki einusinni kóngurinn þeirra er óhultur þegar svona stendur á. Næsta frétt frá Svíþjóð gæti auðveldlega fjallað um, að Sylvía drottning hafi misþyrmt og stórslasað eiginmann sinn út af meintu kvennastússi hans - Guð forði okkur samt frá þessháttar frétt. Ég þakka kærlega fyrir, að við íslendingar skulum ekki hafa skógarbirni hér hjá okkur. Því ef ég þekki skógarbirnina rétt, er óhætt að fullbóka, að þeir væru nú þegar búnir að grisja okkar fengsæla veiðimannastofn verulega. Hugsið ykkur: Feitur og pattaralegur nýríkur jakkafataslápur fer að veiða í rándýrri laxveiðá og daginn eftir finnst hann dauður, með veiðistöngina brotna í fanginu, eftir skógarbjörn. Því segi ég, að við erum heppin að hafa bara mink og refi en ekki skógarbirni á Íslandi. 
mbl.is Skógarbjörn drap sænskan veiðimann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband