Leita í fréttum mbl.is

Slagsmálahundar af Suðurnesjum?

Það er svo sem ekkert skrýtið þó kappsfullu fólki verði heitt í hamsi við að horfa upp á landsliðið sitt flengt opinberlega eftir öllum kúnstarinnar reglum og það af einhverjum gemsum frá Lettlandi. Þegar þannig er í pottinn búið, þarf engum að koma á óvart þó vonsviknir áhorfendur hlaupi til og fari að berja á hverjum öðrum í þeim fróma tilgangi að græða sært stolt sitt. Svo getur náttúrlega verið að þarna hafi einfaldlega verið um slagsmálahunda af Suðurnesjum að ræða, en eins og allir vita þá stunda Útnesjamenn slagsmál af miklu kappi allar helgar. 
mbl.is Átök fótboltaáhugamanna stöðvuð í fæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Kannski komu þeir frá Húsavík, þeir voru að slást við útlendinga m daginn og eru kannski ennþá heitir :-)

Gísli Sigurðsson, 14.10.2007 kl. 10:55

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sem betur fer, landi minn, hef ég aldrei átt í neinum vandamálum við Suðurnesjamenn. Á m.a.s. ættir að rekja þráðbeint, eða því sem næst, í sjálfan Reykjanesbæ !

Jóhannes Ragnarsson, 14.10.2007 kl. 14:26

3 Smámynd: Fríða Eyland

Fríða Eyland, 14.10.2007 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband