Leita í fréttum mbl.is

Auðvaldspúkarnir í REI-svínastíunni

Þar kom það sem mig grunaði: Það voru nefnilega ekki réttu auðvaldspúkarnir sem fengu að gambla í REI-svínastíunni, að mati Hanezar Gizurarsonar og Davíðs í Seðlabankanum, svo þeir siguðu frjálhyggjuæskunni á Vilhjálm karlgreyið, með mun stórkostlegri árangri en þá vísu menn gat nokkurn tímann grunað. Svo er bara að bíða þangað til Samfylkingin varpar Sjálfstæðisflokknum á dyr í stjórnarráðinu. Þegar það verður um garð gengið, verður Sjálfstæðisflokksræfillinn svo gott sem valdalaus í hinu opinbera stjórnkerfi.
mbl.is Gísli Marteinn: Milljarðar renna til manna sem stýrðu Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þá verður hátíð í bæ.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 16.10.2007 kl. 19:35

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já Þórdís, ég er viss um að þjóðin yrði mjög fegin ef Sjáfstæðisflokkurinn hrökklaðist úr stjórnarráðinu. Reyndar er mjög nauðsynlegt að það gerist sem allra fyrst.

Jóhannes Ragnarsson, 16.10.2007 kl. 20:24

3 identicon

Af hverju eru þið vinstrimenn alltaf að gera ykkur að sjálfkjörnum talsmönnum þjóðarinnar? Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn og vil því ásamt mjög mjög stórum hluta þjóðarinnar hafa hann við völd, þetta er fjölmennasti flokkur landsins svo "þjóðið" yrði ekki öll sátt ef hann færi frá völdum. 

Eru þið kannski búin að gleyma því að ALDREI í sögu þjóðarinnar hefur fólk haft það jafn gott og á öllu þessu velmegnunarskeyði hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd. Gæti verið að það svíði sárast í sálum ykkar? 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband