Leita í fréttum mbl.is

Haaarde færði páfa bannfærða biflíu

Þetta kallar maður nú heimsókn ! Satt að segja kenni ég í í brjósti um páfann, að hafa látið glepjst til að taka á móti þessum hálf-norska íslenska durgi, sem Gjeir Haaarde er. Samkvæmt frétt af þessum fundi, á hr. Haaarde að hafa fært páfanum biflíu á íslensku, þessa nýju sem síra Gjeir Waaage harðneitar að brúka til nokkurra verka, ekki einusinni í skeini þó illa stæði á. Nær hefði hr. Haaarde verið að gauka einhverri biflíu eftir Hanez Holmstone að Benedikt XVI. Ég er viss um að yfirmaður kaþólsku kirkjunnar hefði þótt nokkur matur í að þiggja ævisögu Jóns Þorlákssonar sem téður Hanez ritaði af sinni alkunnu snilli í boði Orkuveitu Reykjavíkur, ef ég man rétt. Þá hefði páfa áreiðanlega fundist notalegt fá lofgjörðaræpuna miklu um Davíð Oddsson fimmtugan úr snyrtum lúkum íslenska forsætisráðherrans. En allt um það, Benedikt páfi verður að láta sér nægja að reyna að stauta sig fram úr hinni nýju biflíu íslendinga, sem bannfærð er af síra Waaage í Reykholti. Þá segir einnig í fréttinni, að hr. Haaarde hafi ekki látið þar við sitja að vera páfa til leiðinda, heldur hafi hann ónáðað Tarcisio Bertone, kardínála og forsætisráðherra Páfagarðs með svokallaðri heimsókn til hans. Óstaðfestar fréttir sunnan frá Ítalíu segja, að eftir að hr. Haaarde var horfinn á braut úr Páfagarði, hafi þeir félagar Benedikt og Tarcisio Bertone borðað til gleðiguðsþjónustu í Vatíkaninu til að fagna því að vera lausir við íslenska forsætisráðherrann herra Gjeir H. Haaarde.
mbl.is Geir ræddi við Prodi og páfann í Róm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta er snilld.

Takk fyrir flotta og vel skrifaða pistla.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 26.10.2007 kl. 21:30

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þakka ykkur fyrir góð orð í minn garð félagar, Sveinn og Kjartan.

Jóhannes Ragnarsson, 26.10.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband