Leita í fréttum mbl.is

Mogginn sparkar í LÍÚ-klíkuna svo um munar

Síðastliðinn föstudag, gerir leiðarahöfundur Morgunblaðsins sér hægt um vik og gefur kvótasukkurunum í LÍÚ þvílíkt drag í rassgatið, að þeir munu lengi ganga um með óbrag í munninum á eftir. Tilefni leiðarans er eymdarvæll Björgólfs Jónannssonar, á aðalfundi LÍÚ í síðustu viku, þegar hann, með grátanda tári, úttalaði sig um auðlindagjald í sjávarútvegi. Björgólfur þessi, sem er formaður auðlindaránssamtakanna LÍÚ, sagði m.a. úr ræðustóli, yfir hina glaðbeittu kvótabraskara:
"Á íslenzkan sjávarútveg er lagður sérstakur skattur, svokallað auðlindagjald. Þessi "snilldar"-uppfinning var af fræðimönnum rökstudd sem gjald á umframhagnað í sjávarútvegi – þ.e. hagnað umfram það, sem gerist í öðrum atvinnugreinum. En hvar er þessi umframhagnaður? – Við sem störfum í greininni höfum að minnsta kosti ekki orðið vör við hann. Það sem við sjáum er sérstakur landsbyggðarskattur, sem dregur máttinn úr sjávarútvegsfyrirtækjum og landsbyggðinni í samkeppni við annan atvinnurekstur. Til hvers? Hvaða rök eru fyrir því að skattleggja þann litla hagnað, sem er í greininni, um tugi prósenta umfram skattlagningu hagnaðar í öðrum atvinnugreinum? Spyr sá, sem hvorki veit né skilur."
Auðvitað er þetta orðbragð LÍÚ-formannsins í hæsta máta óskammfeilið og ósvífið. Enda varð leiðarhöfundi Moggans nóg boðið og afgreiddi Björgólf og hans leppalúða með miklum glæsibrag:
,,Er þetta ekki stórkostlegur málflutningur hjá þeim, sem telja sig sérstaka verndara landsbyggðarinnar?!Hverjir voru það, sem keyptu kvótann frá Bolungarvík og Ísafirði? Voru það ekki félagsmenn í LÍÚ? Hverjir eru það, sem hafa rústað sjávarþorp um land allt með því að kaupa kvóta og flytja hann á brott? Hafa það ekki verið félagsmenn í LÍÚ? Talsmaður hverra er Björgólfur Jóhannsson? Hann er talsmaður þeirra, sem hafa lagt þungar byrðar á lítil sjávarþorp um land allt með því að láta greipar sópa um þorpin, hirða kvótann og fara með hann á brott. Svo koma þessir sömu menn og tala um það sem sérstakan skatt á landsbyggðina að fólkið í landinu, eigendur auðlindarinnar í hafinu, ætlist til þess að þeir sem vilja nýta hana borgi gjald fyrir aðganginn að henni. Það hafa verið lagðar þungar byrðar á sjávarþorpin um Ísland allt. En þeir sem það hafa gert eru félagsmenn í LÍÚ, sem hafa ýmist selt kvótann í burtu eða keypt og flutt hann í burtu. Þessir menn eiga sízt af öllum að tala um landsbyggðarskatt, þegar rætt er um auðlindagjald. Útgerðarmenn eru augljóslega að skera upp herör gegn auðlindagjaldinu. Sumir í þeirra röðum hafa hagnazt um milljarðatugi ef ekki hundruð milljarða á því að selja kvóta og flytja peningana til útlanda í mörgum tilvikum og jafnvel skattlausa á meðan þau vitlausu ákvæði voru í íslenzkum skattalögum. Aðrir hafa safnað til sín kvóta og flutt hann úr byggðarlögum jafnvel þótt þeir hafi lofað því opinberlega að það mundu þeir aldrei gera. Útgerðarmenn eiga ekki að tala jafn gáleysislega og Björgólfur Jóhannsson gerði á aðalfundi LÍÚ í gær. Slíkt tal hittir þá sjálfa fyrir. Það er sjálfsagt að rifja upp kvótaflutningana úr sjávarþorpunum hafi þeir áhuga á."
Það er ekki hægt annað en að þakka Morgunblaðinu fyrir þennan snjalla leiðara. Enda gefur hann glögga mynd af því hvernig Stormsveit Landsambands íslenskra útvegsmanna hefur látið sér sæma að leika byggðir landsins og fólkið sem þar býr. En það er einmitt þetta sama fólk sem, lögum samkvæmt, á fiskveiðiauðlindina í íslenskri landhelgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég segi nú bara eins og versti sjóari; mikið djöfulsins helvíti er þetta gott svona beint í æð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2007 kl. 20:57

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Enda er umræddur leiðari, Ásthildur, eitt allsherjar reiðarslag fyrir gjörvallan kvótabraskslýðinn

Jóhannes Ragnarsson, 30.10.2007 kl. 21:27

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta eru ekkert minna en mögnuð skrif Jóhannes. Þar kom að því að einhverjum ofbauð yfirgangurinn og frekjan og það er óhætt að segja að "þeim sé rétt í rassgat rekið"....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 31.10.2007 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband