Leita í fréttum mbl.is

Kvenlæg afbrot eða karllæg?

Það er svo sem góðra gjalda vert að fjölmiðlar segi frá hneykslisverkum ölvaðs fólks. Hitt er verra, þegar ekki er greint skilmerkilega frá því hvers kyns þeir einstaklingar eru sem sváfu úr sér áfengisvímuna í fangageymslunni, brutu gegn lögreglusamþykktinni eða voru teknir moldfullir við akstur bifreiða. Það verður semsé að vera á hreinu hvort umræddir þorparar eru af kvenkyni eða karlkyni svo að hægt sé að leggja mat á hvort um hafi verið að ræða kvenlæg eða karllæg afbrot. Því ef afbrotin eru af kvenlægum rótum runnin, þýðir það að kvannabaráttan er að skila árangri. Hafi brotin hinsvegar verið framin á karllægum forsendum, þurfa konur að spýta grimmt í lófana og herða róðurinn gegn karlveldinu.
mbl.is Nokkur erill hjá lögreglunni í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband