Leita í fréttum mbl.is

Verđur borgarstyrjöld í Árnessýslu, eđa mun ráđherra taka í taumana?

Ţćr gjörast nú tíđar ölvunar og óspektafréttirnar úr umdćmi stjörnusýslumannsins á Selfossi. Má ćtla ađ allt sé úr böndum gengiđ hjá umrćddum sýslumanni og upp sé runnin óöld, ef ekki skálmöld, austrí Árnessýslu. Er nú svo komiđ, ađ farinn er ađ lćđast grunur um, jafnvel ađ hrekklausustu mönnum, ađ stjörnusýslumađur sá er ţeim var fenginn frá Ísafirđi hafi boriđ međ sér ţann anda ađ vestan sem flatlendingar í Árnessýslu kunna međ engu móti ađ höndla. Ţađ er samdóma álit fróđra manna, sem og sérfróđra, ađ baldnir drykkjurustar á Suđurnesjum séu mjög fallnir í skuggan fyrir lagsbrćđrum sínum austan Hellisheiđar í tiltektum á sviđi drykkjuláta, handalögmála og annarrar óyndislegrar hegđunar. Ef svo fer sem horfir, er vart langt ađ bíđa borgarastyrjaldar í umdćmi stjörnusýslumannsins međ ţvaglegginn, nema dómsmálaráđherra taki sig til og frelsi árnesinga undan nćrveru ţessa manns og geri hann ađ lögreglustjóra í Svefneyjum, eđa á einhverjum ţeim stađ öđrum sem lítil hćtta stafar af ţví móralska andrúmslofti sem virđist eiga óđal sitt  og lögheimili undir húfu stjörnusýlumannsins međ ţvaglegginn.    
mbl.is Vildi fá far međ lögreglunni til Reykjavíkur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ţađ er hiđ versta mál ef festa og öryggi stjörnusýslumannsins međ ţvaglegginn hleypir öllu í bál og brand í Árnessýslu. Mćtti ţá frekar biđja ađ öryggi hans og festu verđi fundinn farvegur í Svefneyjum eđa á eyjunni Skrúđ fyrir austan land.

Jóhannes Ragnarsson, 4.11.2007 kl. 13:50

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ţađ má nú međ sanni segja, ađ ţvagleggsárás stjörnusýslumannsins á hina óheppnu konu hafi veriđ ţörf ađgerđ og ţar međ öđrum lögbrjótum til varnađar. Breytir ţar engu um, ţó fyrrgreind ţvagleggsárás sé í ćtt viđ önnur ofbeldisverk, svo sem nauđgun. En agi verđur ađ vera. Án aga fer allt ţjóđfélagiđ í hund og kött. Og viđ skulum aldrei gleyma, ađ ţvagleggur er mikilvćgt áhald til ađ halda uppi aga.

Jóhannes Ragnarsson, 4.11.2007 kl. 14:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband