Leita í fréttum mbl.is

Svandís einkavæðir í Asíá

Ekki er annað að heyra á máli Svandísar Svavarsdóttur, þeirrar hinnar sömu og nú er í hvað mestum metum hjá Sjálfstæðismönnum og blindu áhugafólki um pólitík, að henni finnist ekkert athugavert við að Reykjavíkurborg aðstoði einhverja auðvaldsdela við að einkavæðingu jarðvarmafyrirtækja austur í Asíu, meðan flokkur hennar sjálfrar, VG, reynir,með Ögmund Jónasson í broddi fylkingar, að berjast á móti einkaæðingu hér heima. Hvern fjandann svona loddaraskapur og hræsni á þýða er ekki auðvelt að ráða fram úr. Má vera að snobbhænsnin í flokkseigendaelítu VG séu með lægni að feta sig í rólegheitunum inn á brautir einkavæðingar til að falla betur í kramið hjá erkíhaldinu, framsóknaríhaldinu og samfylkingaríhaldinu? Það er vitað, að innan VG eru pólitísk viðrini sem eiga þann draum mestan og æðstan nú um stundir að VG komist í gott hjónaband með Sjálfstæðisflokknum sem allra-allra fyrst. Ja, þokkalegur hugsjónaeldur atarna, eða hitt þá heldur, og lítilmennskan að sama skapi.

Ég held að sá tími sé upp runninn að flokkseigenda-elíta VG, ásamt sínu menntaða fémínístafargani, ætti að fara að hafa vit á að draga sig yfir á þá ruslahauga sem Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn eru. Það fer best á að asninn gangi í sama haga og eyrun á honum eru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.11.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband