Leita í fréttum mbl.is

Rjúpnaskyttuþjóðflokkurinn aldauða eftir fáein ár

Það er alveg á hreinu, að ef björgunarsveita nyti ekki við myndi rjúpnaskyttuþjóðflokkurinn verða aldauða á tveimur til þremur árum. Það er kostulegt til að vita, að byssubrandarnir sem á hverju hausti taka sig upp og rjúka út um víðan völl þeirra erinda að myrða illa fleyga hænsnfugla skuli undantekningalítið verða eins og staurblindir kettlingar þegar upp á fjöll er komið. Það er samdóma álit grandvarra manna, að menn sem varla rata á klósettið heima hjá sér eigi ekkert erindi upp um fjöll og hlíðar með stóreflis skotvopn í fanginu sem þeir standa varla undir, hvað þá meir. Nú er svo komið, að krafan um að björgunarsveitir hætti að hlaupa eftir týndum rjúpnabönum verður æ háværari. Menn hafa sém sé komið auga á þann möguleika að rjúpnaveiðivandamálið verði að fullu og öllu úr sögunni ef björgunarsveitir haldi að sér höndum og láti hina knáu veiðimenn sjá um það sjálfa að skila sér til byggða.
mbl.is Fegnir að fá frí frá rjúpnaveiðimönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Þarf ekki að bæta við neinu,hjartanlega sammála þér.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 5.11.2007 kl. 08:51

2 identicon

Svo væri líka hægt að láta veiðileyfið og tollana á jeppum bara renna óskipt til björgunarsveitanna

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 08:54

3 identicon

"að krafan um að björgunarsveitir hætti að hlaupa eftir týndum rjúpnabönum verður æ háværari"
er ekki í lagi???? eiga þá sveitirnar eitthvað að hjálpa ykkur yfir götur frekar en þeim af fjöllum? er þetta ekki fyrir alla landsmenn? þið gætuð alveg eins lent í þessu. Sé það alveg fyrir mér í blöðunum; "björgunaraðgerðir í kringlunni, 1000 manns komust óhultir heim eftir svaðilfarir á útsölum, 500 enn saknað"

Heimir B. (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 09:09

4 identicon

en hvað þá með fólkið sem lendir alltaf á hverju einasta ári í því að festa bílinn á holtavörðuheiði í snjó? það er ekkert hægt að láta einhvern einn hóp borga fyrir þetta því að nokkrir þeirra lenda í vondu veðri með bilaðan gps og ekki með áttavita og kort. Ekki er settur "rescue tax" á ferðamenn sem koma hérna? Þótt að mér finnist nú að það ferðafólk og þar með talið rjúpnaveiðifólk ætti að kunna á áttavita og kort. Það gerir það nú kannski meirihlutinn af þeim.
 

Heimir B. (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 09:43

5 identicon

Nei nei.. þetta eru bara rökræður :)

En ég tel það mjög ólíklegt að þú mundir lenda í fúlum leitarmönnum. Þeir svöruðu kallinu og eru þjálfaðir í þetta. Það getur bara öllum orðið á og það yrði óþarfi tel ég að tryggja mann með einhverjum fjárhæðum.. bara ná sér í þekkingu og tilkynna ferðir sýnar svo það yrði auðveldara að leita ef svo þyrfti.

Heimir B. (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 10:23

6 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Hvernig væri að gera þessum "rjúpnavinum" skylt að sækja námskeið í meðferð og notkun áttavita og staðsetningartækja og taka próf í fræðunum ?

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 7.11.2007 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband