Leita í fréttum mbl.is

40 konur brutu lögreglusamþykkt Reykjavíkur

Því miður segir fréttin af tuttugu körlum sem brutu gegn lögreglusamþykkt Reykjarvíkur um helgina ekki nema hálfa söguna, eða öllu heldur aðeins einn þriðja hennar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum, vóru fjörutíu konur teknar fyrir samskonar afbrot og karlarnir tuttugu. Þessar þokkakvinnur vóru á aldrinum frá 18 til 74 ára. Tuttugu og ein kona var tekin fyrir að kasta af sér þvagi á almannafæri, þar af voru sjö sem staðnar voru að því að míga upp um gluggarúður og húsveggi. Nítján kvennanna vóru teknar úr umferð fyrir að hrækja og sparka í lögregluþjóna, hindra framgang réttvísinnar, brjóta og bramla hraðbanka, stinga göt á hjólbarða leigubifreiðar og sú elsta fyrir að lúberja eiginmann sinn og fletta hann klæðum á miðju Lækjartorgi.

Af þessu má sjá, að stórsókn fémínísta síðustu ár er að skila sér með miklum ágætum og má nú segja ,að konur séu komnar vel fram úr körlum á nokkrum mikilvægum sviðum, eins og ofangreind frétt staðfestir svo ljóslega.  


mbl.is Tuttugu karlar brutu gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband