Leita í fréttum mbl.is

Yfirstéttarfémínísmi, verkalýðsstéttin og vinstripólitík

Hann er samur við sig blessaður yfirstéttarfémínísminn, sem hvað mest er í tísku nú til dags. Eitt helsta birtingarform yfirstéttarfémínísmans er að stunda talningu á körlum og konum í stjórnum fyrirtækja, á Alþingi, í sveitarstjónum, í forstjórastólum og allrahanda hundahreinunarnefdum sem skipaðar eru af hinu opinbera, svo eitthvað sé nefnt. Út frá þessum barnalega talnaleik er síðan klæmst á orðinu ,,jafnrétti" í tíma og ótíma. Hinsvegar er stéttarlegt ójafnrétti ekki í tísku, enda er verkalýðsstétt ekki nema skítug afgangsstærð í heimi yfirstéttarfémínístanna, háskólaelítunnar og glanstímaritana. Konur í verkalýðsstétt eiga t.d. alls ekki upp á pallborðið hjá hinum ,,hámenntuðu" rörsýnu fémínístum, sem ekkert er gefið um ,,ómenntaða" lúsera. Í dag er staðan á þá leið, að talsmönnum yfirstéttarfémínísmans hefur tekist að eyðileggja alla vitræna vinstripólitík á Íslandi, drepa henni á dreif með heimskulegu rugli og þvættingi, eins og skrif Sóleyjar Tómasdóttur á bloggsíðu sinni sanna. 
mbl.is Kerfisbundið misrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Athyglisverð pæling hjá þér Jóhannes. Ég hef sagt það áður hér á blogginu og er enn jafn sannfærður, að Sóley og Guðfríður Lilja höfðu  höfðu tvo til þrjá þingmenn af VG í kosningunum í vor með þessum endalausa og yfirdrifna feminista jarmi.

Þórir Kjartansson, 10.11.2007 kl. 08:51

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er ekki fráleitt að ætla það Þórir.

Enn fremur fullyrði ég, að vinstrisinnaðar konur í verkalýðsstétt hafa óbeit á þeim fémínísma sem ríður húsum hvað harðast í VG - og víðar.

Jóhannes Ragnarsson, 10.11.2007 kl. 09:03

3 identicon

Það er ekki langt síðan femínistar fullyrtu að það væri komið "bakslag í valdahlutfall kynjanna". Femínistar hugsa ekki um jafnrétti, heldur er eingöngu um valdagræðgi að ræða.

Plato (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband