Leita í fréttum mbl.is

Ögmundur Jónasson heillum horfinn

Svo er að sjá, að hinn ágæti maður, Ögmundur Jónasson, sé heillum horfinn og genginn í björg með illþýði, sem hefur í mörg ár viljað pólitískan feril hans feigan. Það er í raun og veru ömurlegt, að horfa upp á gott fólk verða samdauna umhverfi sem byggir á sýndarmennsku, yfirstéttardaðri, menntahroka og hreinu falsi. Það vill þannig til, að Ögmundi hefur um nokkurra ára skeið verið mjög í mun að halda friðin innan VG við gamla flokkseigendafélagið, dólgafémínístana og virkjana- og álverskverúlantana á kostnað sósíalistanna og verkalýðssinnana í flokknum; þetta hefur hann látið sig hafa, þrátt fyrir, oft á tíðum, mikinn málefnaágreining við þetta lið. Til marks um þjónkun Ögmundar við flokkseigendaaðalinn í VG, eru stórhlægilegar skjallgreinar hans, með reglulegu millibili, um erfðaprinsessuna Svandísi Svavarsdóttur. Hvað þessi aflausnarskrif formanns BSRB eiga að þýða hef ég ekki hugmynd um, en hef þó grun um að í þessu tilfelli sannist á Ögmundi, að þangað leiti klárinn sem hann er kvaldastur. Samt má vera að þessi oflofskveðskapur sé í raun og veru dulið háð um téða sediherradóttur og þann hóp gerfivinstrimanna sem hún heyrir til. Í morgun, 10. nóvember 2007 blasir við á heimasíðu Ögmundar þvílík uppskrúfuð hólgrein eftir hann sjálfann um súperpúmuna miklu, að mér er nær að halda að minn ágæti Ögmundur sé ekki með réttu ráði lengur og verði varla úr þessu marktækur á vinstri væng stjórnmálanna. Lesendum til fróðleiks birti ég umrædda grein, í Drotins nafni, og bið fólk um að halda sér fast meðan það les óráðsskrif Ögmundar Jónassonar, en þau má svo sem í leiðinni túlka sem fjörbrot hans sem róttæks sósíalista:

 Hef dvalist utan lands undanfarna daga. Fengið fréttir í síma, í gegnum sms, og í tölvupósti. Öll skilaboð hafa gengið út á eitt: Flott Svandís! Hún hafi talað máli okkar félagshyggjufólks eins vel og kostur er hvar sem hún hafi komið fram, hvort sem er í umræðum í Ráðhúsi eða í fjölmiðlum, útvarpi, sjónvarpi eða blöðum.
Ég hef skannað fjölmiðlana og er að lokinni yfirferð minni þessu mjög sammála. Kom mér reyndar ekki á óvart. Þekki konuna.
Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með málflutningi Svandísar, skiptstjórans sem sneri orkudallinum inn í skynsemisfarveginn, bendi ég á Silfur Egils um síðustu helgi. Aldrei varð oddvita okkar VG-ara í Reykjavík, Svandísi Svavarsdóttur, svaravant í þeim þætti. Hún talaði máli almennings, hvort sem var hér á landi eða úti í heimi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, sem fyrr Ennis garpur góður !

Trúi því ekki; fyrr en ég tek á, að okkar ágæti vinur, Ögmundur, muni láta undan síga, fyrir læmingjunum. Reyndar; eins og þú hefir oftlega vikið að, Jóhannes, þá er við ekkert venjulegt fólk, og fénað, að etja innan VG. Upp til hópa, veruleikafyrrt kaffihúsapakk, hvert ei hefir, eða fæst, af því, difið hendi, í kalt vatn, svo vitað sé. 

Mbk., út undir Enni vestur / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband