Leita í fréttum mbl.is

Björgólfs square eða Ásgeirstorg ?

Sú var tíðin að betri borgarar á Íslandi vildu ekki fyrir nokkurn mun láta sjá sig á götu með Jónasi Hallgrímssyni því það var bein ávísun á álitshnekki að eiga orðastað við slíkan mann á almannafæri. Áratugum síðar tóku fávísir afkomendur þessara betri borgara upp á, í sinni andlegu fátækt og uppskafningshætti, að mæra Jónas á alla kanta, þá hann var tryggilega fyrir löngu andaður; kalla hann ljúfling og listaskáldið góða eða annað í sama slepjulega og hræsnisfulla dúr. Nú herma fregnir, að fulltúar stríðalinnar borgarastéttarinnar ætli að nefna einhverja torgaróymnd í Garðabæ eftir manninum sem höfðingjar samtíðar hans höfðu ógeð á og kalla það ,,Jónasartorg." En kroppinbökum yfirstéttarlýðsins er fátt heilagt þegar kemur að ósmekklegheitum. Ef borgarastéttinni væri samkvæm sjálfri sér, ætti hún að nefna umrætt torg eftir einhverju af sínum ágætu athafnaskáldum sem standa hjörtum þeirra nær en bóndasonurinn úr Öxnadal, og láta það heita Björgólfs square eða Ásgeirstorg í höfuðið á Geira á Gullfingri. Ásgeirstorg er samt líklega betur viðeigandi, þar sem nýtt hús Náttúrufræðistofnunar Íslands á rísa á umræddum skika, en Ásgeir stundar sem kunnugt er athafnaskáldskap á sviði náttúrunnar í manninum sjálfum.       
mbl.is Nýtt torg í Garðabæ nefnt Jónasartorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband