Leita í fréttum mbl.is

Geldingar í Geldingarnesi

Sem gamall sjómaður veit ég að það er óskemmtilegt að vera um borð í vélarvana báti, jafvel þó umrædd fleyta sé skemmtibátur og til enn meiri ánægjuauka óskráður. Hinsvegar er ég gjörsamlega hlandskuðarmát þegar kemur að þessu Geldingarnesi. Af hverju heitir Geldingarnes, Geldingarnes? Má vera, að á nesi þessu hafi geldingar verið um hönd hafðar einhvertímann í fyrndinni? Ef svo hefir verið, hverjir voru geltir og hvers vegna? Og enn fremur: Er hugsanlegt að enn þann dag í dag séu framkvæmdar geldingar á þessu andskotans nesi? Nú, ef geldingar eru aflagðar á nesinu, er þá ekki tilvalið að upphefja slík þjóðþrifaverk þar á nýjan leik? Nóg er víst af helvítis perertunum sem þurfa bráðnauðsynlega á þessháttar afgreiðslu að halda. Mér sýnist, að nú sé komið að góðgjörnu og drífandi fólki, að gera með sér samtök um að hefja Geldingarnes á ný til vegs og virðingar svo það fái risið undir nafni, almenningi til hamingju og heilla.
mbl.is Bátur vélarvana við Geldingarnes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Nesið heitir Geldinganes-ekki Geldingarnes.

Hér áður fyrr þegar Ísland var undir Danakonungi var mikið um að á Íslandi væru  aldir fálkar fyrir þetta kóngalið og meðan beðið var skipsferðar fyrir handsamaða fálka þá þurftir að ala þá vel á kjarnmiklu kjöti.

Þetta átti sér stað m.a á Kollafjarðareyjum  og kemur nafnið  Geldinganes til af því þ.e það voru notuð geldneyti við þessa fálkafóðrun og geldneytin geymd og alin í Geldinganesi---þetta segir sagan. 

Sævar Helgason, 21.11.2007 kl. 17:23

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þakka þér fyrir upplýsingarnar Sævar. Mér þótti líka eitthvað bogið við nafngift mbl.is á umræddu nesi. Ég hef nefnilega alltaf staðið í þeirri meiningu að það héti Geldinganes en ekki Geldingarnes.

Jóhannes Ragnarsson, 21.11.2007 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband