Leita í fréttum mbl.is

Hvenær verður þjófur að þjófi ?

Samkvæmt þessari frétt, og þá ekki síst fyrirsögn hennar, má gera fyrir að kvótaræningjarnir alræmdu, fái að ,,súpa seyðið" af ófyrirleitnum athöfnum sínum síðustu tuttugu og þrjú árin, rétt eins og drengstaulinn sem stal leigubílnum og rúntaði á honum um götur Reykjavíkur. Nema það sé léttvægara fundið að stela sjálfri fiskveiðiauðlindinni af fólkinu í landinu en taka einhverja bílbeyglu traustataki í leyfisleysi. Að maður tali nú ekki um bankaræningjana á silkifötunum, sem hafa á undrastuttum tíma, með hjálp mannfjandsamlegra stjórnvalda, náð að smeygja vaxtasnörunni þétt og tryggilega um hálsinn á þúsundum manna og hneppa þá í áratuga ánauð. Það er því ekki nema von að fólk spyrji hvert annað í forundran, hvenær og hvernig þjófur verður að þjófi.
mbl.is Stal leigubíl og sýpur nú af því seyðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hvenær drepur maður mann, og hvenær drepur maður ekki mann? "Sannleikurinn er það, sem þú veist best um sannleikann."

Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri DV í Kastljósinu miðvikudaginn 11. janúar.

Níels A. Ársælsson., 23.11.2007 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband