Leita í fréttum mbl.is

Niðurstaða sagnfræðirannsóknar

Eins og menn muna, var stjúpa þeirra Hans og Grétu dauð er þau snöru aftur heim eftir að hafa búið að Norninni um hríð. Hitt vita eflaust færri, að tilvera Nornarinnar og vistin krakkanna að henni ver uppspuni og haugalýgi frá rótum. Sannleikurinn var sá, að þegar börnin voru búina að vafra um skóginn í nokkra daga, ramvillt og ringluð, rákust þau fyrir slysni á hús föður þeirra og stjúpu. Svo heppilega vildi til að faðirinn var ekki heima, svo þau notuðu tækifærið og myrtu stjúpuna með því að læðast aftan að henni, bregða bandspotta um háls henni og kyrkja hana þannig með skelfilegum harmkvælum, því stjúpan kunni ekki að meta atlotin; var viðskotaíll og lítt samstarfsfús. Þá stjúpan var dauð, tylltu blessuð börnin henni upp og gengu þannig frá, að allt útlit var fyrir að hún hefði hengt sig. Að svo búnu fóru Hans og Gréta í hálfsmánaðar orlof, sem þau notuðu meðal annars til innbrota í skartgripaverslanir, meðfram því að dikta upp söguna af Norninni og háskalega dvöl þeirra að henni.

Úr bókinni: Er æxlið illkynja - Íslendingasögur hinar nýrri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband