Leita í fréttum mbl.is

Bómullarbörn og kvótaerfingjar

Á vef Fiskifrétta, skip.is, segir frá því þann 12. nóvember s.l. að stofnað hafi verið ,,Félag ungs fólks í sjávarútvegi" skammstafað FUFS. Nú mætti ætla á nafgiftinni, að um sé að ræða merkan þjóðþrifaselskap eihverskonar nútíma fjölnismanna. En þegar betur er að gáð, kemur í ljós að þarna er á ferðinni félagsskapur einsleitra ,,kvótaerfingja" og mökkruglaðra frjálshyggjudrengja. Það er ljóst, að miðað við mannvalið sem að þessum ósköpum stendur, þá er hið svokallaða ,,Félag ungs fólks í sjávarútvegi" gjösamlega marklaust fyrirbæri, nema ef til vill í heilabúum þeirra sem gerðu sér lítið fyrir og rændu fiskveiðiauðlindinni frá fólkinu í landinu, með þeim ágæta árangri að sjávarbyggðirnar eru flestar hverjar rjúkandi rúst og eiga sér varla uppreinar von nema þær verði frelsaðar undan oki þeirra manna sem sölsað hafa auðlindina undir sig af slóttugheitum í skjóli úrkynjaðra stjórnvalda.

Mér segir svo hugur um, að krakkatítlurnar sem þykjast hafa stofnað ,, Félag ungs fólks í sjávarútvegi" séu mestan þart grey sem fædd eru með gullskeið í trantinum og aldrei hafa stungið hendi í kalt vatn, hvað þá migið í saltan sjó. Alfa og omega hugsjóna þeirra er að berjast fyrir að festa núverandi kvótakerfi svo vel í sessi, að eigendur auðlindarinnar, fólkið í landinu, tapi þessari dýrmætu eign sinni lögformlega í gráðugar lúkurnar á sjúkum kvótaröftum og erfingjum þeirra. Auðvitað verður hinum ungu endemum ekki að ósk sinni. Kvótakerfið mun líða undir lok fyrr en nokkurn grunar og þar með missa grey garmarnir af fyrirhuguðu erfðagóssi. Sem betur fer.

Já ólíkt hafast þau að börnin sem tína bómull í Usbekistan fyrir ekk neitt og litlu ,,kvótaerfingjarnir" á Íslandi !!!


mbl.is Börn tína bómull fyrir H&M
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið asskoti er ég sammála þér þarna, líkt og endranær Jónannes

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2007 kl. 21:54

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ættir eiginlega að skoða málefnasamning Frjálslynda flokksins, og fylgjastg með þeim Guðjóni Arnari og Kristni H.  Þar eru menn sem tala íslensku og eru ekki hræddir við að segja hlutina eins og þeir eru. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2007 kl. 21:55

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Línbelgur. Annarskonar fiskveiðistjórnunnarkerfi sem verður byggt upp á, veiðafæra, sóknar, byggða og vistvænum sjónamiðum. Málið dautt !

Níels A. Ársælsson., 27.11.2007 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband