Leita í fréttum mbl.is

Brennivínsþjófar og alvöruþjófar.

Það er auðsjánlega ekkert gamanmál fyrir fólk að stela sér dálítilli brjóstbirtu í umdæmi stjörnusýslumannsins mikla með þvaglegginn. Það verður að teljast andskoti vel í lagt að dæma mann í mánaðar fangelsi fyrir að næla sér, í óleyfi, í hálfan líter af áfengi. En þar sem stjörnusýslumaðurinn er ekkert blávatn, lætur hann augvann komast upp með neitt múður refsingarlaust því agi verður að vera. Nú er svo komið, að fáir, ef nokkrir, þora að hreyfa legg eða lið í Árnessýslu af dauðhræðslu við yfirvaldið, sem fer svo mikinn þessa dagana að jörðin bókstaflega skelfur undir fótum hans. En síðustu jarðskjálftar á Suðurlandi áttu upptök sín, samkvæmt jarðvísindadeild Veðurstofunnar, á Selfossi, nánar tiltekið undir iljum stjörnusýslumannsins.

En þessi skemmtilega frétt um 30 daga fangelsi yfir lítilfjörlegum brennivínsþjófi, leiðir hugann ósjálfrátt að þjófum sem hafa t.d. rænt heilli fiskveiðiauðlind. Hvað verðskulda slíkir ódámar langa fangelsisvist ? 


mbl.is Mánaðar fangelsi fyrir að stela vodkapela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þar mun stóri dómur hin síðari koma til og væntanlega drekkingarhylur virkjaður að nýju.

Níels A. Ársælsson., 27.11.2007 kl. 18:03

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Drekkingarhylur á Þingvöllum var eingöngu aftökustaður fyrir konur. Þessi Vodkaþjófur er karlskyns svo við þurfum önnur aftöku úrræði á vodkaþjófum úr áfengilsverslunum ríkisins

Guðrún Magnea Helgadóttir, 28.11.2007 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband