Leita í fréttum mbl.is

Rammvillt stjórnarandstaða í hremmingum

Ögmundur Jónasson veltir fyrir sér hvort verið sé að taka upp ný vinnubrög á Alþingi, þ.e. að hafa að engu sjónarmið stjórnarandstöðunnar. Nú má svo sem vel vera að Ögmundur hafi rétt fyrir sér, en það getur líka verið að hann hafi á röngu að standa í þessu máli. En núverandi stjórnarandstað er líka kapítuli út af fyrir sig. Miðað við það sem af er þessu kjörtímabili er ekki annað að sjá, en stjórnarandstaðan sem nú er uppi, sé einhver sú al-lélegasta sem um getur á Íslandi. Enda engin furða: Stjórnarandstöðuflokkrnir, VG, Framsókn og Frjálslyndi flokkurinn, standa afar illa að vígi um þessar mundir; virðast rammvilltir í einhverkonar pólitískri holtaþoku sem þeir hafa álpast út í og eins og staðan er í dag, er allsendis óvíst að þeir eigi afturkvæmt úr þeim hremmingum.

Auk þess legg ég til, að raunverulegur vinstriflokkur verði stofnaður hið bráðasta á Íslandi.

 


mbl.is Vildu fresta annarri umræðu um fjárlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sammála. Og heitið á nýja flokknum verði "Grágás" semsagt, X-G.

Níels A. Ársælsson., 29.11.2007 kl. 20:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stjórnarandstöðunni er vorkunn, það er við algjört ofurefli að etja vegna styrkleika stjórnarinnar.  Þar sem stjórnin hefur öll tögl og haldir.  

Auðvitað mega menn stofna flokka, en í ljósi reynslunnar þá virðist vera erfitt að lifa af og því fleiri flokkar sem eru stofnaði, því meira fitnar Dpúkinn á fjósbitanum.  Er ekki komin tími til að hann fari í megrun.  Held það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 12:31

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er ömurlegt til þess að vita að ekki sé löngu búið að skjóta D-púkann eins og hvern annann þúfutittling ofan af fjósbitanum.

En það vantar tilfinnalega raunverulegan vinstriflokk á Íslandi. Flokksómyndin Vinstrihreyfingin grænt framboð átti upphaflega að verða vinstriflokkur en varð furðu snemma úrkynjun og pólitískri uppdráttarsýki að bráð og liggur nú bjargarlaus í svaði hlægilegs yfirstéttarfemínisma. Þar af leiðir að eftirspurnin eftir róttækum vinstriflokki er til staðar af fullri alvöru.

Jóhannes Ragnarsson, 30.11.2007 kl. 19:05

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það eru áreiðanlega einhverjir skotnir í svonefndu tveggjaflokkakerfi hér á landi. Þessháttar fyrirkomulag er ekki beint lýðræðislegt og gæti allt eins kallast tveggjaflokka einræði. Munurinn á þeim tveim flokkum sem þannig ríkja er svipaður og á kóki og pepsí.  

Jóhannes Ragnarsson, 30.11.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband