Leita í fréttum mbl.is

Bífalningsmenn og íslandsklukkur

,,Bífalningsmaðurinn, hinn bleiki, tók steinsleggju úr farangri þeirra, lagði hina fornu klukku Íslands á dyrahelluna við Lögréttuhúsið, reiddi hátt til og greiddi henni högg. En hún skrikaði aðeins undan sleggjunni með daufu geighljóði. Jón Hreggviðsson gall við ofanaf þekjunni: - Sjaldan brotnar bein á huldu, maður minn, sagði Axlarbjörn. En þegar kóngsins böðull hafði hagrætt klukkunni þannig að hann kom höggi innaná hana, með helluna fyrir viðhögg, hrökk hún um brestinn. Öldungurin var sestur aftur á garðbrotið. Hann horfði tinandi útí bláinn með sinaberar hendurnar krepptar um prikið. Böðullinn fékk sér aftur í nefið. Það sá í iljarnar á Jóni Hreggviðssyni uppá þekjunni. - Ætlarðu að ríða þarna húsum í allan dag? kallaði böðullinn til þjófsins. Jón Hreggviðsson kvað uppi á þekju Lögréttuhússins: - Aldrei skal ég armi digrum spenna / yrmlings sængur únga brík / yrmlings sængur únga brík / utan hún sé feit og rí-í-í-ík." Íslandsklukkan, höf. HKL.

Síðar eignuðust íslendingar aðra sameign. Það var fiskurinn í sjónum. Þeirri sameign greiddu bífalningsmenn sjúkra auðmanna slíkt högg að hún hvarf úr höndum fólksins í landinu og ofaní víða vasa auðmannanna sjálfra. 


mbl.is Íslandsklukkan glumdi 7 sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband