Leita í fréttum mbl.is

Viagranotkun framsóknarmanna

Ekki kæmi mér á óvart þó Framsóknarflokkurinn væri nú þegar farinn að hamstra viagratöflur fyrir næstu kosningar. Í síðustu kosningum kom í ótvírætt fram, að hið níræða ellihró, Framsóknarmaddaman, er mjög gömluð orðin og upp að knjám gengin og það svo mjög, að óvíst er að hún þoli fleiri kosningar á þessu okkar jarðneska tilverustigi. Það er því mjög áríðandi að lyflæknar hennar og aðrir heilsubótarmenn, hafi vaðið fyrir neðan sig og sanki að sér öllum þeim meðulum, sem að gagni geta komið, til að lengja dauðastríð þeirrar gömlu og fleyta henni með lífsmarki fram á næsta kjörtímabil. Því má búast við að spunadoktorar maddömunnar láti ekki við sitja að skálda upp einhverjar lygasögur til að hressa upp á heilsufar hinnar ellimóðu frúar í næstu kosningarbaráttu, heldur muni þeir vaða tindilfættir um öll foldarból, að hætti taílenskra frambjóðenda, og bjóði útbrunnum leppalúðum af karlkyni, já og trúlega kvenkyni líka, upp á endurnýjun lífdaga í bólförum með töframeðalinu viagra; en því aðeins að þeir lofi við drengskap sinn, miðvígstöðvadeyfð og meðfæddan ungmennafélagsanda að kjósa Framsóknarflokkinn refjalaust. Það má því búast við, að drjúgur hluti landsmanna muni skjörgra kengboginn og með bauga undir augum að kjörborðinu við næstu Alþingiskosningar. 
mbl.is Viagra fyrir atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Jói. Ég hef ekki heyrt að Viagra virki á maddömur. Þar þarf að nota eitthvað annað. Ég spáði því fyrir síðustu kosningar að hún mundi tóra þær en ekki meir. Ef ekki verður sungið "Blessuð sértu sveitin mín" yfir moldum hennar á þessu kjörtímabili, verður það gert daginn eftir næsta kjördag.

Þórbergur Torfason, 1.12.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband